130. fundur 11. desember 2018 kl. 16:15 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri
  • Elfa Björk Sturludóttir ritari
  • Sigrún Hauksdóttir aðalbókari
  • Ágúst Þór Bragason yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Elfa Björk Sturludóttir ritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2019

1809010

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar og Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar mættu á fundinn.

Farið var yfir fjárfestingar fyrir árið 2019 og umræður sköpuðust í kringum þær.

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2019 er vísað til seinni umræðu sveitarstjórnar.

2.Gjaldskrá Blönduóshafnar

1812006

Ágúst Þór kynnti tillögu að nýrri gjaldskrá Blönduóshafnar.

Umræður urðu um forsendur gjaldskrár.

Framlögð gjaldskrá samþykkt.

3.Gjaldskrá veitna í Blönduósbæ

1812007

Ágúst Þór kynnti tillögu að nýrri gjaldskrá tengigjalda fyrir vatnsveitu og fráveitu í Blönduósbæ.

Umræður urðu um forsendur gjaldskrár ásamt samanburði.

Framlögð gjaldskrá samþykkt.


Ágúst Þór Bragason vék af fundi kl.18:15.

4.Kynnisferð sveitarstjórnarmanna erlendis á vegum SSNV

1812008

Erindi frá SSNV um kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Danmerkur í mars 2019.

Sveitarstjóra falið að kanna þáttöku sveitarstjórnarmanna Blönduósbæjar og vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?