Dagskrá
1.Verndarsvæði í byggð - erindi til byggðaráðs
1810006
Erindi frá Sigþrúði Sigfúsdóttir, formanni íbúa- og hollvinasamtaka gamla bæjarins á Blönduósi er varðar verkefnið Verndasvæði í byggð.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
2.Lögmenn Árbæ SLF - Brimslóð 12, fastanúmer 213-6757
1810024
Erindi frá Lögmenn Árbæ slf. fyrir hönd þremenninganna Gríms, Ara og Evalds er varðar Brimslóð 12.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu og afla frekari upplýsinga um málið.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu og afla frekari upplýsinga um málið.
3.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð 25. júní 2018
1810016
Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A - Hún lögð fram til kynningar.
4.Félags-og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð 7. júní 2018
1810017
Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún lögð fram til kynningar.
5.Norðurá bs - Fundargerð aðalfundar Norðurá bs. 2018
1810019
Fundargerð aðalfundar Norðurá bs. 2018 lögð fram til kynningar.
6.Norðurá bs - Fundargerð stjórnar nr. 89
1810018
89. fundargerð stjórnar Norðurá bs. lögð fram til kynningar.
7.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 26. september 2018
1810011
863. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
8.Fjárhagsáætlun 2019
1809010
Sveitartjóri fór yfir uppfærða tímaáætlun er varðar vinnu við fjárhagsáæltun 2019 og upplýsti um þá undirbúningsvinnu sem þegar hefur farið fram.
9.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
1810007
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 16:00.
Byggðaráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðaráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
10.Lisa Hälterlein - Ósk um leigu af jörðinni Enni
1809006
Lisa Hälterlein og Skafti Vignisson óska eftir að leigja part af jörðinni Enni sem er í eigu Blönduósbæjar.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu, en stefnumótandi ákvörðun um meðferð jarðarinnar Enni verður tekin í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2019.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu, en stefnumótandi ákvörðun um meðferð jarðarinnar Enni verður tekin í tengslum við fjárhagsáætlunargerð 2019.
11.Erindi frá Snjólaugu M. Jónsdóttur
1810009
Erindi frá Snjólaugu M. Jónsdóttir vegna námssamnings.
Sveitarstjóra falið að ræða við viðkomandi og svara erindinu.
Sveitarstjóra falið að ræða við viðkomandi og svara erindinu.
12.Staða og framkvæmd sveitarfélaga í húsnæðismálum utangarðsfólks
1810012
Erindi frá Velferðarráðuneytinu þar sem óskar er eftir upplýsingum um stöðu og framkvæmd sveitarfélaga í húsnæðismálum utangarðsfólks.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
13.Gistiheimilið Kiljan ehf
1705043
Bréf frá MBB lögmannsstofa ehf fyrir hönd Gistiheimilisins Kiljan ehf, kt. 540409 - 0640 er varðar fráveitulögn frá Garðabyggð 1.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu með tilliti til forsögu og fyrirliggjandi gagna.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu með tilliti til forsögu og fyrirliggjandi gagna.
14.Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019
1810013
Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018/2019.
Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn fyrir hönd Blönduósbæjar.
Sveitarstjóra falið að senda inn umsókn fyrir hönd Blönduósbæjar.
15.Samningur um Ræsingu Húnaþinga
1810008
Fyrir liggur drög að samningi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um Ræsingu Húnaþinga.
Verkefnið hefur að markmiði að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og er í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna nýsköpunarmiðstöðvar. Samstarfsaðilar sem koma að þessu verkefni leggja til fjármuni í þróunarsjóð sem nýttur verður fyrir þátttakendur.
Byggðaráð samþykkir fyrir hönd Blönduósbæjar að taka þátt í verkefninu og leggja til þess 500.000 kr. framlag. Tekið af liðnum 9520 um atvinnumál.
Verkefnið hefur að markmiði að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og er í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna nýsköpunarmiðstöðvar. Samstarfsaðilar sem koma að þessu verkefni leggja til fjármuni í þróunarsjóð sem nýttur verður fyrir þátttakendur.
Byggðaráð samþykkir fyrir hönd Blönduósbæjar að taka þátt í verkefninu og leggja til þess 500.000 kr. framlag. Tekið af liðnum 9520 um atvinnumál.
16.Snjómokstur Blönduósbæjar
1810005
Blönduósbær óskaði eftir tilboðum í snjómokstur og hálkueyðingu á Blönduósi 2018-2021. Samkvæmt fundargerð voru tilboðin opnuð 1. október 2018 kl. 11:00.
Tilboð barst frá tveimur aðilum; annars vegar frá Ósverk ehf. sem lagði inn tilboð í snjómokstur gatna og hins vegar frá Gámaþjónustunni hf. sem lagði inn tilboð í snjómokstur og söndun gangstétta og söndun/hálkueyðingu.
Byggðaráð staðfestir tilboðin sem bárust í snjómokstur á Blönduósi.
Tilboð barst frá tveimur aðilum; annars vegar frá Ósverk ehf. sem lagði inn tilboð í snjómokstur gatna og hins vegar frá Gámaþjónustunni hf. sem lagði inn tilboð í snjómokstur og söndun gangstétta og söndun/hálkueyðingu.
Byggðaráð staðfestir tilboðin sem bárust í snjómokstur á Blönduósi.
17.Golfklúbburinn Ós - hugleiðingar varðandi rekstur klúbbsins næstu ár.
1810015
Stjórn golfklúbbsins Óss leggur fram tillögur að framtíðarsýn golfvallarins þar sem lagt er til að Blönduósbær komi meira að rekstrarumhverfi golfvallarins.
Málinu er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun og frekari skoðunar.
Málinu er vísað til vinnu við fjárhagsáætlun og frekari skoðunar.
18.Krafa um bætt umferðaröryggi á Hólabraut
1810014
Gunnhildur Erla Þórmundsdóttir og Elmar Sveinsson, íbúar að Hólabraut vilja vekja athygli sveitarfélagsins á því að öryggi gangangi og hjólandi vegfarenda við Hólabrautina sé verulega ábótavant vegna hraðaksturs bifreiða sem fara um götuna.
Byggðaráð tekur undir mikilvægi þess að huga að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og vísar erindinu til Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar til frekari útfærslu með sérstaka áherslu á umferðarhraða í íbúðagötum með tilliti til samþykktar frá 7. mars 2018 þar sem meðal annars var lögð áhersla á hraðahindrun á Hólabraut.
Byggðaráð tekur undir mikilvægi þess að huga að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og vísar erindinu til Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar til frekari útfærslu með sérstaka áherslu á umferðarhraða í íbúðagötum með tilliti til samþykktar frá 7. mars 2018 þar sem meðal annars var lögð áhersla á hraðahindrun á Hólabraut.
Fundi slitið - kl. 18:55.
Samþykkt samhljóða.