118. fundur 25. júlí 2018 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
  • Birna Ágústsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason fundarritari
Dagskrá

1.Námsvist utan lögheimilis sveitarfélags

1510049

Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarbók.
Afgreiðslu viðauka frestað

2.Sunnubraut 19 og 21 - Umsókn um lóð

1807020

Umsókn um lóð að Sunnubraut 19-21 frá Stíganda ehf. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Stíganda ehf. lóðinni skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef aðaluppdrætti er ekki skilað inn innan 6 mánaða frá lóðarúthlutun og framkvæmdir hafnar innan 9 mánaða.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar mælti með því við byggðaráð á fundi sínum þann 11. júlí sl. að úthluta Stíganda ehf. lóðirnar Sunnubraut 19 og 21 fyrir parhús samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Stíganda ehf. enda hafi skilyrtum gögnum og upplýsingum fyrir lóðarveitingu verið skila inn til byggingarfulltrúa innan 3ja mánaða og er úthlutunin háð því að framkvæmdir hefist innan 6 mánaða og verði lokið 12 mánuðum síðar.

3.Smárabraut 18 og 20 - Umsókn um lóð

1807021

Umsókn um lóð að Smárabraut 18 og 20 frá Stíganda ehf. ásamt beðni um að breyta lóðunum í par- eða raðhúsalóð. SUU mælir með því við byggðaráð að úthluta umsækjanda umrædda lóð. Byggðaráð samþykkir að úthluta Stíganda ehf. lóðunum skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins og kröfum sem fram koma í auglýsingu Blönduósbæjar um tímabunda niðurfellingu gatnagerðargjalda sem gildir til ársloka 2018. Lóðin fellur aftur til sveitarfélagsins ef aðaluppdrætti er ekki skilað inn innan 6 mánaða frá lóðarúthlutun og framkvæmdir hafnar innan 9 mánaða. Byggðaráð vekur athygli á að breyting á skipulagi er á kostnað umsækjanda.
Stígandi ehf. sækir um að byggingarlóðir á Smárabraut 18 og 21 og að þær verði sameinaðar í eina lóð fyrir parhús-eða raðhús.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar mælti með því við byggðaráð á fundi sínum þann 11. júlí sl. að úthluta Stíganda ehf. lóðirnar Sunnubraut 18 og 21 fyrir parhús eða raðhús samkvæmt úthlutunarreglum sveitarfélagsins. Byggðaráð samþykkir að úthluta lóðinni til Stíganda ehf. enda hafi skilyrtum gögnum og upplýsingum fyrir lóðarveitingu verið skila inn til byggingarfulltrúa innan 3ja mánaða og er úthlutunin háð því að framkvæmdir hefist innan 6 mánaða og verði lokið 12 mánuðum síðar.

4.Fundargerð húsfélags Hnjúkabyggð 27

1807029

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?