59. fundur 12. maí 2016 kl. 17:00 - 19:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson varamaður
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason Fundarritari
Dagskrá

1.Rekstraryfirlit Blönduósbæjar

1508019

Jens P. Jensen aðalbókari Blönduósbæjar mætti á fundinn undir þessum lið. Rekstraryfirlit Blönduósbæjar fyrstu 3 mánuði ársins 2016 lagt fram til kynningar. Jens fór yfir rekstur Blönduósbæjar fyrstu 3 mánuði ársins.
Rekstur ársins er í meginatriðum í samræmi við áætlanir.

2.SSNV - fundargerð stjórnar 5. apríl 2016

1605018

Fundargerð stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.

3.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð frá 29. apríl 2016

1605008

Fundargerð Veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.
Byggðaráð leggur áherslu á það við stjórn veiðifélagsins að hún gæti hagsmuna félagsmanna og fylgi eftir samþykkt veiðifélagsfundar frá 3. desember 2015 um atkvæði Hnjúka og Kleifa.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 29. apríl 2016

1605014

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða - greining á uppbyggingarþörf

1605009

Byggðaráð samþykkir að tilnefna Ágúst Þór Bragason sem tengilið í að vinna að áætlanagerð í uppbyggingu innviða á ferðamannaleiðum, ferðamannastöðum og ferðamannasvæðum.

6.Tækifæri hf - Aðalfundarboð 2016

1605010

Boðað er til aðalfundar Tækifæris hf. að Strandgötu 3, Akureyri þriðjudaginn 17. maí kl. 14:00.

Lagt fram til kynningar.

7.Norðurá bs. - Aðalfundarboð

1605017

Boðað er til aðalfundar Norðurá bs. í félagsheimilinu Miðgarði, Skagafirði miðvikudaginn 18. maí kl. 15:00.


Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir að sveitarstjóri mæti á fundinn.

8.Veiðifélag Laxár í Skefilsst.hr. - Aðalfundarboð 2016

1605024

Boðað er til aðalfundar Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi í félagsheimilinu Ljósheimum, sunnudaginn 22. maí kl. 13:00.


Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð samþykkir að Oddný María Gunnarsdóttir sæki fundinn.

9.Svæðisráð Skotveiðimanna á Norðurlandi vestra - Breyting á friðlýsingu Guðlaugstungum

1605011

Samkvæmt lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 getur ráðherra veitt undanþágu eða endurskoðað ákvæði friðlýsingar að fenginni umsögn; Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og viðkomandi náttúruverndarnefndar sveitarfélags. Svæðisráð Skotveiðimanna á Norðurlandi vestra telja það augljóst að þær hömlur sem settar eru á nytjar á villtum fuglum þjóni ekki markmiðum friðlýsingar Guðlaugstunga, sem er fyrst og fremst að verndas víðfeðmt og gróskumikið votlendi og eitt stærsta og fjölbreyttastas rústasvæði landsins.

Svæðisráð Skotveiðimanna á Norðurlandi vestra óskar eftir því að sveitarfélagið Blönduósbær taki til skoðunar afstöðu sína gagnvart því hvort hægt sé að ná fram breytingum á friðlysingarskilirðum Guðlaugstunga þannig að hægt verði að nýta friðlandið til nytja á villtum fuglum.
Blönduósbær vekur athygli bréfritara á að umrætt land er ekki innan marka Blönduósbæjar og tekur byggðaráð því ekki afstöðu til málsins.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?