57. fundur 19. apríl 2016 kl. 17:00 - 19:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Samband Íslenskra sveitarfélaga - erindi til umræðu í sveitarstjórnum, heilbrigðisnefndum og stjórnum landshlutasamtaka

1604009

Tillögur Sambands Íslenskra sveitarfélaga um hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Byggðaráð er jákvætt fyrir því að verkefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga verði aukin en vill að farið sé varlega í að stækka heilbrigðissvæðin vegna mikilla fjarlægða.

2.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 1. apríl 2016

1604007

Fundargerðin var lögð fram til kynningar.

3.Heilbrigðsinefnd Norðurlands vestra - fundargerð 17.03.16

1604001

Fundargerðin lögð fram til kynningar

4.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 18.mars 2016

1604002

Fundargerðin lögð fram til kynningar

5.Umsókn um breytingu á auglýsingaskilti við Húnabraut

1603013

Umf. Hvöt óskar eftir skriflegum rökstuðningi á höfnun á erindi um breyta notkun á skilti við Húnabraut. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um hvaða reglur séu í gildi um uppsetningu auglýsingaskilta í Blönduósbæ.
Byggðaráð samþykkir að óska eftir því að byggingarfulltrúi leggi fram rökstuðning á næsta fundi. Jafnframt er samþykkir byggðaráð að fela skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd að vinna samþykkt um skilti á Blönduósi og hafa til hliðsjónar eldri reglur sem samþykktar voru af byggingarnefnd 7. desember 2000.

6.Reglur um heimsendingu matar

1604013

Félagsþjónusta A-Hún setur reglur um heimsendingu matar og fyrirkomulag þess.
Byggðaráð samþykkir að Blönduósbær veiti þjónustu við heimkeyrslu á mat alla daga ársins eins og verið hefur. Samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru til þess að taka þjónustuna að sér.

7.Samningur um akstur skólabarna við Blönduskóla

1604014

Samningur um skólaakstur skólabarna í Blönduskóla rennur út í lok skólaársins.
Byggðaráð samþykkir að ræða við Heiðar Kr. ehf um framlengingu á samningi um skólaakstur í samráði við skólastjórnendur í samræmi við ákvæði í samningum.

8.Auglýsinga og birtingasamningur við Icelandair ehf.

1604015

Drög að samningi milli Blönduósbæjar og Icelandair um gerð og birtingu kynningarefnis fyrir markaðskerfi Icelandair.
Byggðaráð samþykkir samningin.

9.Kaup á hlutabréfum í Ámundakinn ehf.

1604016

Blönduósbæ stendur til boða að kaupa hlutabréf í Ámundakinn ehf., kt. 640204-3540 að nafnvirði 1.692.539 krónur. Gengi bréfanna er 1,7 og er kaupverðið því 2.877.315 krónur.
Byggðaráð samþykkir kaup á hlutabréfunum en andvirði af sölu hlutabréfa í Tækifæri hf. er notað til kaupa á bréfunum.

10.Opnunartími sundlaugar Blönduósbæjar vor og sumar 2016

1604017

Lagðar fram tillögur frá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar um opnun sundlaugar í vor og sumar. Sunnudagsopnun byrjar frá 8. maí. Sumaropnun gildir frá 1. júní.
Byggðaráð samþykkir framlagðar tillögur um aukna opnun sundlaugar.

11.Almennur félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartár verður haldin 29. apríl 2016 kl. 20.00.

1604018

Stjórn veiðifélags Blöndu og Svartár boðar til félagsfundar í Húnaveri.
Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson, kt. 040375-5389 fari með umboð Blönduósbæjar, kt. 470169-1769 fyrir jörðunum Kleifum og Hnjúkum í Blönduóslandi á félagsfundi þann 29. apríl 2016.

Fundi slitið - kl. 19:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?