Dagskrá
1.SSNV - Fundargerð stjórnar 7. mars 2017
1703013
Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
2.Ísorka - rafhleðslustöð
1702014
Lagt fram ódagsett bréf frá Ísorku þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu að tengja rafhleðslustöð, sem sveitarfélagið fékk að gjöf frá Orksölunni, við rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og ekki hægt að taka afstöðu að svo komnu máli.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og ekki hægt að taka afstöðu að svo komnu máli.
3.Rarik ohf - Strenglögn milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit
1703015
Undanfarin ár hefur Rarik unnið markvisst að endurnýjun raforkukerfisins þar sem eldri loftlínur víkja fyrir jarðstrengjum.
Í sumar fyrirhugar Rarik meðal annars að leggja niður svokallaða Fellslínu með því að leggja jarðstreng í jörðu á milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit. Með því er lokið strenglagningu á 11kV dreifikerfinu milli Blönduós og Skagastrandar, en 33kV flutningslínan verður þó áfram eitthvað um sinn.
Fyrir fundinn liggja samkomulag um lagningu jarðstrengja í landi Hnjúka og Vatnahverfis.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að vinna frekar að málinu og ljúka því.
Í sumar fyrirhugar Rarik meðal annars að leggja niður svokallaða Fellslínu með því að leggja jarðstreng í jörðu á milli Laxárvatns og Laxár í Refasveit. Með því er lokið strenglagningu á 11kV dreifikerfinu milli Blönduós og Skagastrandar, en 33kV flutningslínan verður þó áfram eitthvað um sinn.
Fyrir fundinn liggja samkomulag um lagningu jarðstrengja í landi Hnjúka og Vatnahverfis.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og tæknideild að vinna frekar að málinu og ljúka því.
4.Umsögn - tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
1703016
Sveitarstjóra falið að skrifa umsögn um þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða í samræmi við umræður á fundinum.
5.Lausir samningar 2017
1703009
Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi samninga:
1. Blönduósbær við Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og
íþróttastarf.
2. Blönduósbær við Golfklúbbinn Ós um rekstur og viðhald
golfvallarins í Vatnahverfi
3. Blönduósbær við Ungmennafélag Austur - Húnvetninga til eflingar
á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Húnavatnssýslu.
4. Blönduósbær við Knattspyrnudeild ungmennafélagsins Hvatar um
rekstur Blönduósvallar
5. Blönduósbær við Hestamannafélagið Neista til að efla og styrkja
hestaíþróttir á Blönduósi
6. Blönduósbær við Björgunarfélagið Blöndu til að halda úti
björgunarstarfsemi í Austur - Húnavatnssýslu
7. Blönduósbær við Júdófélagið Pardus til eflingar á júdóíþróttinni
innan sveitafélagsins.
8. Blönduósbær við Reiðhöllina Arnargerði ehf. um rekstur og afnot
af reiðhöll.
Sveitarstjóra falið að gera umræddar breytingar og ganga frá samningum.
1. Blönduósbær við Ungmennafélagið Hvöt um æskulýðs- og
íþróttastarf.
2. Blönduósbær við Golfklúbbinn Ós um rekstur og viðhald
golfvallarins í Vatnahverfi
3. Blönduósbær við Ungmennafélag Austur - Húnvetninga til eflingar
á íþrótta- og æskulýðsstarfi í Austur - Húnavatnssýslu.
4. Blönduósbær við Knattspyrnudeild ungmennafélagsins Hvatar um
rekstur Blönduósvallar
5. Blönduósbær við Hestamannafélagið Neista til að efla og styrkja
hestaíþróttir á Blönduósi
6. Blönduósbær við Björgunarfélagið Blöndu til að halda úti
björgunarstarfsemi í Austur - Húnavatnssýslu
7. Blönduósbær við Júdófélagið Pardus til eflingar á júdóíþróttinni
innan sveitafélagsins.
8. Blönduósbær við Reiðhöllina Arnargerði ehf. um rekstur og afnot
af reiðhöll.
Sveitarstjóra falið að gera umræddar breytingar og ganga frá samningum.
6.Veiðifélag Laxár á Ásum - aðalfundarboð
1703024
Aðalfundur veiðifélagsins Laxá á Ásum verður haldinn 1. apríl nk. á Eyvindastofu.
Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðaráð samþykkir að Guðmundur Haukur Jakobsson fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum.
Fundi slitið - kl. 16:45.