49. fundur 17. desember 2015 kl. 18:00 - 21:10 á Ömmukaffi Húnabraut 2
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá
Í upphafi fundar heimsótti byggðaráð Blönduósbæjar Kvennaskólann á Blönduósi og kynnti sér þá starfsemi sem þar fer fram. Viðmælandi byggðaráðs var Jóhanna Pálmadóttir framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands ses.

1.Erindi frá lögmannsstofunni Fortis

1512008

Bréf frá Lögmannsstofunni Fortis lagt fram til kynningar.

2.Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna - umsókn um styrk 2016

1512006

Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnafræðslu til grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra.

Óskað er eftir að Blönduósbær leggi Eldvarnarátakinu lið með fjárframlagi.

Byggðaráð samþykkir kr. 50.000 framlag.

3.Félags- og skólaþjónusta A - Hún - fundargerð frá 2. desember 2015

1512009

Fundargerð Félags-og skólaþjónustu A-Hún. lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?