Dagskrá
1.Fundargerð Hafnarsambands Íslands dags. 24. ágúst 2015
1509012
Fundargerð Hafnarsambands Íslands frá 24. ágúst 2015 lögð fram til kynningar.
2.Byggðakvóti 2015/2016
1509010
Með bréfi Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins vill ráðuneytið gefa bæjar-og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016.
Sveitarstjóra falið að senda inn til ráðuneytisins umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016.
Sveitarstjóra falið að senda inn til ráðuneytisins umsókn um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2015/2016.
3.Markaðsstofa Norðurlands - starf flugklasans Air66N fyrstu 8 mánuði ársins 2015
1509013
Markaðsstofa Norðurlands hefur nú um árabil haft umsjón með starfi Flugklasans Air 66 á Norðurlandi. Markmið klasans er að koma á millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring til framtíðar. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu og framlagi sem nemur 300 kr. á hvern íbúa á ári næstu 2 árin. Byggðaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016.
4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2015
1509007
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fer fram 23. september nk. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar mun fara sem fulltrúi Blönduósbæjar.
5.Heimsóknir í fyrirtæki
1509016
Ræddar voru hugmyndir um að byggðaráð heimsækti fyrirtæki á svæðinu. Ákveðið að ráðast í heimsóknir fyrirtækja eftir að fjárhagsáætlunarvinnu er lokið.
6.Lífdíselframleiðsla
1509017
Sveitarstjóri lagði fram drög að skýrslu EFLU um lífdíselframleiðslu á Blönduósi.
Fundi slitið - kl. 20:20.