Dagskrá
1.Rætur bs. - aðalfundur 25. janúar 2017
1702016
Fundargerð Róta bs. lögð fram til kynningar.
2.SSNV - Fundargerð stjórnar 6. febrúar 2017
1702013
Fundargerð SSNV lögð fram til kynningar.
3.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
1602015
Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins. Kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
4.Fjölís - samningur um afritun verndaðra verka
1702012
Fyrir fundinum liggja drög að samningi milli Fjölís og Blönduósbæjar um ljósritun og afnot af höfundavernduðu efni í stjórnsýslu.
Byggðaráð samþykkti samninginn.
Byggðaráð samþykkti samninginn.
5.Stefna ehf - Tilboð í nýjan vef Blönduósbæjar
1702011
Tilboð hefur borist frá Stefnu ehf. í hönnun, vefumsjón, forritun og uppsetningu á nýjum vef Blönduósbæjar.
Upphæð tilboðs er trúnaðamál.
Byggðaráð samþykkir tilboðið. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 var samþykkt ákveðiðin upphæð vegna vefsíðugerðar sem er lægri en tilboðið hljóðar upp á. Byggðaráð samþykkir því viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1.300.000 og verður því mætt með lækkun á eigin fé.
Upphæð tilboðs er trúnaðamál.
Byggðaráð samþykkir tilboðið. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 var samþykkt ákveðiðin upphæð vegna vefsíðugerðar sem er lægri en tilboðið hljóðar upp á. Byggðaráð samþykkir því viðauka við fjárhagsáætlun 2017 að upphæð 1.300.000 og verður því mætt með lækkun á eigin fé.
6.Samningar við félagasamtök árið 2017
1702007
Lagðir fram samningar sem gerðir hafa verið í sambandi við fjárhagsáætlun 2017.
Sveitarstjóra falið að gera breytingar á samningunum í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjóra falið að gera breytingar á samningunum í samræmi við umræður á fundinum.
7.Gamla kirkjan ehf. - niðurfelling fasteignagjalda 2017
1612015
Óskað er eftir að Blönduósbær komi til móts við aðstandendur gömlu kirkjunnar, sem lagt hafa mikið af mörkum undanfarin ár við endurnýjun og viðhald gömlu kirkjunnar, með því að fella niður fasteignagjöldin næstu fimm árin.
Byggðaráð hafnar erindinu þar sem umsækjandi ætlar að hefja atvinnurekstur í viðkomandi fasteign.
Byggðaráð hafnar erindinu þar sem umsækjandi ætlar að hefja atvinnurekstur í viðkomandi fasteign.
8.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Gamla kirkjan ehf - íbúðir
1701001
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn, Auðar E. Guðmundsdóttur kt. 250158 - 7699, Snekkjuvogi 11 104 Reykjavík f.h. Gömlu kirkjunnar ehf, kt. 691294 - 4049, um leyfi til að reka gististað í flokki I í Gömlu kirkjunni á Blönduósi.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
9.Önnur mál
1506021
Engin önnur mál
Fundi slitið - kl. 18:45.