79. fundur 16. desember 2016 kl. 18:00 - 20:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð frá 24. nóvember 2016

1611028

Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A-Hún lögð fram til kynningar.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 25. nóvember 2016

1612001

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

3.Byggðasamlag Tónlistarskóla A-Hún - fundargerð frá 1. desember 2016

1612006

Fundargerð Byggðsamlags Tónlistarskóla A-Hún lögð fram til kynningar.

4.Byggðasamlag um menningu og atvinnumál í A-Hún - fundargerð frá 5. desember 2016

1612004

Fundargerð byggðasamlags um Menningu og atvinnumál í A - Hún lögð fram til kynningar.

5.Brunavarnir Austur - Húnavatnssýslu - fundargerð 7. desember 2016

1612005

Fundargerð Brunavarna í Austur - Húnavatnssýslu lögð fram til kynningar.

6.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 7. des 2016

1612009

Fundargerð stjórnar Hafnarsambands íslands lögð fram til kynningar.

7.EFS - Ársreikningur 2015

1609011

EFS óskaði eftir upplýsingum um frávik í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2015 í samanburði við fjárhagsáætlun, um gerð viðauka við fjárhagsáætlun, fyrirhugaðar aðgerðir sveitarfélagsins til hagræðingar í rekstri og útkomuspá fyrir árið 2016 í samanburði við fjárhagsáætlun 2016.

Er niðurstaða eftirlitsnefndar að óska ekki eftir frekari upplýsingum en leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu og hvetur nefndin sveitarfélagið að leita allra leita að því takmarki, bæði fyrir A-hluta og A- og B- hluta.



Lagt fram til kynningar.

8.Styrkumsókn kirkjugarðs Höskuldsstaðakirkju

1510059

Sótt var um styrk úr bæjarsjóði fyrir árið 2016 þar sem fyrirhugað var að halda áfram endurnýjun girðingar um kirkjugarðinn. Efniskostnaður fór nokkuð fram úr áætlun þar sem ákveðið var að endurnýja netið auk staura og tréramma. Kostnaður skiptist til helminga milli Blönduósbæjar og Skagabyggðar og er hlutur Blönduósbæjar 126.362.



Byggðaráð samþykkir hlut Blönduósbæjar að upphæð 126.400 kr. og skal upphæðin færð á lið 0589-9995 og verður upphæðinni mætt með lækkun á eigin fé.

9.Þroskahjálp - húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

1612008

Landssamtökin Þroskahjálp hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar gera á áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda.

10.Samband íslenskra sveitarfélaga - Bréf til allra sveitarfélaga v. álits Persónuverndar í máli og vinnslu persónuuppl. í verkefninu Mentor

1612007

Samband íslenskra sveitafélaga tilkynnir hér um skil starfshóps í tengslum við álit Persónuverndar í máli nr. 2015/1203 og vinnslu persónuupplýsinga í verkefninu Mentor. Hlutverk starfshópsins var að fara yfir álit Persónuverndar varðandi vinnslu perónuupplýsinga um grunnskólanemendur og öryggi þeirra í verkefninu Mentor og samræma viðbrögð við áliti stofnunarinnar, ásamt því að móta tillöggur til þess að bregðast við þeim ábendingum sem álit stofnunarinnar fól í sér. Óskað er eftir því að hver grunnskóli upplýsi sitt sveitarfélag sem allra fyrst um samninga sem gerðir hafa verið við vinnsluaðilaog senda afrit að þeim samningi til viðkomandi sveitarfélags sem gangi í það verkefni að kanna hvort samningurinn uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til vinnslusaminga samkvæmt lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

11.Aflið - styrkumsókn

1612003

Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi óska eftir fjárstyrk að upphæð 125.000 kr.



Byggðaráð samþykkir 60.000 kr. og skal upphæðin færð á lið 0589-9991

12.Landgræðsla ríkisins - beiðni um styrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2016

1611027

Landgræðsla ríkisins óskar eftir fjársyrk til samstarfsverkefnisins "Bændur græða landið" vegna ársins 2016. Óskað er eftir 6.000 kr framlagi á ´hvern þátttakanda, alls kr. 30.000.-



Byggðaráð samþykkir kr. 30.000 og skal upphæðin færð á lið 0589-9991

13.Uppbygging ehf - fyrirspurn um lóð

1612010

Borist hefur fyrirspurn frá Uppbyggingu ehf. um lóð sem afmarkast af Húnabraut 4, austurenda íþróttavallar, Holtabraut og Melabraut. Óskað er eftir að fá að byggja 20 íbúða 5 hæða fjölbýlishús. Verktími stæði frá vori 2017 til vors 2018.



Byggðaráð fagnar erindinu og þakkar auðsýndan áhuga á uppbyggingu á Blönduósi. Byggðaráð felur sveitarstjóra og tæknideild að vinna frekar að málinu.

14.Atvinnumál

1605006

Áskorun til Rarik



Byggðaráð Blönduósbæjar gerir alvarlegar athugasemdir við gjaldskrá hitaveitu Blönduós sem hefur hækkað langt umfram verðlag síðasta áratuginn. Vatnsgjald hitaveitu var 68,53 krónur í júlí 2007 en er í dag 169,79 krónur en hefði átt að vera ef miðað er við vísitölu neysluverðs í nóvember 2016, 109,17 krónur. Hækkunin er 55% umfram verðlagsþróun á tímabilinu. Rarik hefur endurnýjað stofnlögn sem skilar hærra hitastigi til neytenda en á sama tímabili hefur framkvæmdin leitt af sér tíðar bilanir í hitakerfum notenda þar sem aukið súrefni og útfellingar hafa valdið rennslistruflunum og skemmdum á búnaði. Byggðaráð Blönduósbæjar skorar hér með á Rarik að endurskoða gjaldskránna til lækkunnar þegar í stað og hafnar jafnframt öllum áformum um frekari hækkanir. Byggðaráð hafnar ennfremur því að kostnaði við stækkun veitunnar sé velt yfir á neytendur á Blönduósi. Ábyrgð á þeim verkþætti er alfarið í höndum stjórnar og stjórnenda Rarik.



Gagnaver

Fram hefur komið í fjölmiðlum að Síminn hyggst reisa gagnaver. Sveitarstjóra falið að bjóða Símanum lóð þar sem sveitarfélagið á skipulagðar lóðir fyrir slíka starfsemi.



Hraðhleðslustöð

Sveitarfélaginu hefur borist hraðhleðslustöð frá Orkusölunni að gjöf. Blönduósbær þakkar gjöfina og felur tæknideild að finna hentuga staðsetningu.

15.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál

Fundi slitið - kl. 20:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?