108. fundur 24. janúar 2018 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Sameiningarnefnd A-Hún - 3. fundur

1801009

Fundargerð Sameiningarnefndar A-Hún. lögð fram til kynningar.

2.Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og Blönduósbær - Samkomulag um uppgjör

1801011

Þann 19. september 2016 gerðu Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands, annars vegar, og fjármála-og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga, hins vegar með sér samkomulag um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Markmið samkomulagsins var að samræma lífeyrisréttindi á almennum og opinberum vinnumarkaði. Samhliða þessu samkomulagi gerðu fjármála- og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Skv. 8. gr. samningsins var samningurinn gerður með fyrirvara um að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum við samþykkt viðkomandi sveitarstjórna á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar. Lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins byggðu að meginstefnu til á fyrrgreindu samkomulagi aðila.
Framlagt samkomulag felur í sér að Blönduósbær, skuldbindur sig að greiða 9.459.282 kr. framlag í jafnvægissjóð A-deildar Brúar, 12.907.966 kr. framlag í lífeyrisaukasjóð A-deildar Brúar og 1.388.678 kr. framlag í varúðarsjóð A-deildar Brúar. Samtals eru þetta framlög að upphæð kr. 23.755.926.

Byggðarráð frestar erindinu til næsta fundar byggðaráðs.

3.Önnur mál

1510017

Hörður óskaði eftir að taka upp liðinn önnur mál.

Samþykkt samhljóða.

Hörður leggur fram eftirfarandi bókun:

"Sveitarstjóri er ráðinn af sveitarstjórn, allar breytingar á starfi sveitarstjóra ættu því að ræðast í sveitarstjórn. Það getur ekki talist eðlilegt né heppilegt að sveitarstjórnarmenn fræðist um það í fjölmiðlum þegar breytingar verða á starfi sveitarstjóra eða hann tekur að sér opinber launuð aukastörf."

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?