77. fundur 23. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 28. október 2016

1611008

Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

2.SSNV - fundargerð stjórnar 20. október 2016

1611009

Fundargerð stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.

3.SSNV - fundargerð stjórnar 8. nóvember 2016

1611023

Fundargerð stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.

4.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 11. nóv 2016

1611019

Fundargerð stjórnar Hafnarsambands íslands lögð fram til kynningar.

5.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundargerð frá 3. nóvember 2016

1611004

Fundargerð veiðifélags Blöndu og Svartár lögð fram til kynningar.

6.Reiðveganefnd Neista - beiðni um aðgang að malarnámu

1611006

Hestasmannafélagið Neisti óskar eftir því að fá aðgang að námunni við gamla reiðvöllinn í Kúagirðingunni til efnistöku til áburðar í reiðvegi á Blönduósi.



Byggðaráð felur tæknideild að vinna frekar að málinu og koma með tillögu að lausn málsins.

7.Reiðveganefnd Neista - styrkumsókn til framkvæmda fyrir árið 2017

1611005

Hestamannafélagið Neisti óskar eftir fjárstyrk vegna framkvæmda við reiðvegi á árinu 2017 að upphæð 500.000 kr.



Byggðaráð vísar málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunargerðar 2017.

8.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Byggðakvóti 2016/2017

1609016

Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið hefur fjallað um umsókn Blönduósbæjar um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016/2017. Niðurstaða ráðuneytisins er 27 þorskígildistonn.



Byggðaráð samþykkir eftirfarandi undanþágu frá reglugerð nr. 641/2016, um úthlutun

byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2016/2017.

a) 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

„Skipta skal 75% úthlutaðs byggðakvóta jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla

skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar og 25% skal úthlutað til fiskiskipa sem orðið hafa

fyrir samdrætti í veiðum á rækju í Húnaflóa skipt í hlutfalli við hlutdeild í

Húnaflóarækju 1. september 2016.“

b) Vinnsluskylda er felld niður en löndunarskylda er miðuð við Blönduós eða Skagaströnd og því orðast 1. og 2. ml. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar

þannig:

„Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá

1. september 2016 til 31. ágúst 2017 í Blönduóshöfn eða Skagastrandarhöfn. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, jöfnu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari.“



9.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Aðalgata 6 - hótel

1611010

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn, Helga M. Magnússonar kt. 610504-3290, Tjarnargötu 47 101 Reykjavík f.h. Hótel Blöndu ehf, kt. 610504-3290, um leyfi til að reka hótel í flokki V að Aðalgötu 6 540 Blönduósi.

Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.“

10.Sýslumaðurinn á NV - umsögn vegna leyfis - Blöndubyggð 10 - gistiheimili

1611011

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra óskar eftir umsögn Blönduósbæjar um umsókn, Helga M. Magnússonar kt. 610504-3290, Tjarnargötu 47 101 Reykjavík f.h. Hótel Blöndu ehf, kt. 610504-3290, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Blöndubyggð 10 540 Blönduósi.

Með vísan til 4. mgr. 1. tl. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gistiheimili og skemmtanahald, þar sem sveitarstjórn er falið að veita umsögn um afgreiðslutíma og staðsetningu staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um, veitir byggðaráð jákvæða umsögn.“

11.Erindi v. safnsins Brúðubörn

1611002

Rúna Gísladóttir býður Blönduósbæ að yfirtaka brúðusafnið sitt Brúðubörn til umsjár og varðveislu.



Byggðaráð þakkar framkomið erindi og þann heiður sem sveitarfélaginu er sýndur. Byggðaráð felur sveitarstjóra að leita til stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins og stjórnar Textílseturs Íslands um hvernig koma megi brúðunum fyrir með farsælum hætti.

12.Samningur við verktaka um snjómokstur

1611025

Samningum um snjómokstur og söndun í Blönduósbæ 2013-2016 rann út í maí á þessu ári. Um er að ræða tvo verktaka annars vegar Ósverk ehf. sem sér um snjómokstur á Blönduósi og hins vegar Sorphreinsun VH ehf. sem sér um söndun og snjómokstur á gangsleiðum. Samhljóma ákvæði er í báðum samningum um að heimilt sé að framlengja hvorn samning í eitt ár í senn.



Byggðaráð samþykkir að framlengja báða samningana til vors 2017 og felur tæknideild að undirbúa útboð á snjómokstri vorið 2017.

13.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Blönduósbæjar

1603011

Byggðaráð samþykkir að fela tæknideild að setja ljósleiðarakerfi Blönduósbæjar í söluferli.

Fundi slitið - kl. 19:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?