76. fundur 15. nóvember 2016 kl. 16:00 - 21:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2017

1610007

Umræður urðu um fjárhagsáætlun 2017.

Sigrún Hauksdóttir, aðalbókari Blönduósbæjar og Ágúst Þór Bragason, yfirmaður tæknideildar mættu á fundinn undir þessum lið.



Byggðaráð vísar fjárhagsáætlun 2017 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Hækkun launa kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum Blönduósbæjar

1611018

Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að hafna hækkun á launum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn, nefndum og ráðum Blönduósbæjar, sem leiddi af ákvörðun Kjararáðs um hækkun þingfararkaups um 44% þann 29. október sl.

Fundi slitið - kl. 21:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?