Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2017
1610007
2.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð frá 19. september 2016
1610011
Fundargerð Félags- og skólaþjónustu A - Hún lögð fram til kynningar.
3.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 12. okt 2016
1610021
Fundargerð Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
4.Fundur samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
1610018
Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra lögð fram til kynningar.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að fyrirliggjandi tillaga frá samráðshópi fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra verði samþykkt.
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn Blönduósbæjar að fyrirliggjandi tillaga frá samráðshópi fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra verði samþykkt.
5.Íbúðalánajóður - framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
1607018
Íbúðalánasjóður er búinn að auglýsa eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Fjárhæð úthlutunar í stofnframlög ríkisins á árinu 2016 er að hámarki einn og hálfur milljarður.
Byggðaráð felur tæknideild að leggja mat á það hvort að þessi leið sé vænlegur kostur fyrir sveitarfélagið.
Byggðaráð felur tæknideild að leggja mat á það hvort að þessi leið sé vænlegur kostur fyrir sveitarfélagið.
6.Innanríkisráðuneytið - form og efni viðauka við fjárhagsáætlun
1610012
Innanríkisráðuneytið vill skerpa á verklagi sveitarfélaga vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun og tryggja að ef víkja þarf frá fjárhagsáætlun sé það gert með formlegum og gagnsæjum hætti.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
7.Brunabótafélag Íslands - Ágóðahlutagreiðsla 2016
1610005
Stjórn EBÍ hefur ákveðið að greiða út 50 mkr. til aðildarsveitarfélaga fyrir árið 2016. Hlutdeild Blönduósbæjar er kr. 504.500 kr.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Foreldrafélag Barnabæjar - erindi
1610020
Stjórn foreldrafélags leikskólans Barnabæjar hefur miklar áhyggjur af bílastæðamálum við leikskólann og fer þess á leit að þau mál verðið skoðuð. Einnig vill foreldrafélagið benda á að gangstéttarmálum við Sunnubraut, Holtabraut og Smárabraut sé ábótavant. Auk þess fagnar foreldrafélagið lagfæringum á gangbrautum Blönduósbæjar.
Byggðaráðið þakkar fyrir framkomið bréf foreldrafélagsins og mun taka erindið upp við tæknideild Blönduósbæjar vegna fjárhagsáætlunar 2017 sem nú stendur yfir.
Byggðaráðið þakkar fyrir framkomið bréf foreldrafélagsins og mun taka erindið upp við tæknideild Blönduósbæjar vegna fjárhagsáætlunar 2017 sem nú stendur yfir.
9.Félags- og skólaþjónusta A - Hún - svar við erindi
1610010
Fært í trúnaðarbók.
Hörður Ríkharðsson vék af fundi undir þessum lið.
Hörður Ríkharðsson vék af fundi undir þessum lið.
10.Kvenfélagið Vaka - gjafabréf
1611003
Kvenfélagið Vaka hefur fært félagsheimilinu 60 stk. af borðdúkum til eignar að andvirði 120.000 kr.
Byggðaráð vill þakka Kvenfélaginu Vöku kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
Byggðaráð vill þakka Kvenfélaginu Vöku kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
11.Önnur mál
1506021
Engin önnur mál
Fundi slitið - kl. 19:15.
Sigríður Hrönn Bjarkadóttir, forstöðumaður Félagsstarfs aldraðra, mætti á fundinn og gerði grein fyrir rekstri Félagsstarfs aldraðra fyrir árið 2017.