92. fundur 18. júlí 2017 kl. 17:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Oddný María Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32

1707002F

Fundargerð 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 92. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Liður 1-7 og 13-15 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • 1.1 1707013 Aðalgata 8 Endurnýjaður lóðarleigusamningur
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.2 1707011 Hlíðarbraut 19. Endurnýjaður lóðarleigusamningur
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.3 1707012 Hlíðarbraut 21. Endurnýjaður lóðarleigusamningur
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin samþykkir nýjan lóðarleigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.4 1707010 Arnargerði 33 - Fyrirspurn um viðbótarlóð
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með
    3
    atkvæðum.
  • 1.5 1705045 Húnabraut 33 - Umsókn um að reisa minnismerki
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin samþykkir erindið og að staðsetningin verði í samráði við byggingarfulltrúa. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.6 1611001 Ámundakinn ehf. - Umsókn um byggingarleyfi
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Valgarður Hilmarssson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis. Nefndin samþykkir byggingaráformin enda fellur byggingin innan ramma væntanlegs deiliskipulags á svæðinu. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.7 1605027 Brennsluofn - Umsókn um byggingarleyfi
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin samþykkir stöðuleyfi fyrir brennslugáminn á hafnarsvæðinu til eins árs. Brennslugámurinn skal staðsettur og frá honum gengið í samráði við byggingarfulltrúa. Stöðuleyfið gildir til 1. ágúst 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.8 1607004 Umhverfisviðurkenning
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin mun bóka niðurstöðu sýna á næsta fundi.
  • 1.9 1603014 Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við Blönduósbær auglýsi deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúi þarf að ganga frá undirrituðum gögnum til Skipulagsstofnuar áður en auglýsing er birt um deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
  • 1.10 1510002 Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytinguna og hefur sent Blönduósbæ undirrituð gögn ásamt auglýsingu sem send var til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
  • 1.11 1609001 Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við Blönduósbær auglýsi deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúi þarf að ganga frá undirrituðum gögnum til Skipulagsstofnuar áður en auglýsing er birt um deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
  • 1.12 1702005 Deiliskipulag á Hnjúkabyggðarreit
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við Blönduósbær auglýsi deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda. Skipulagsfulltrúi þarf að ganga frá undirrituðum gögnum til Skipulagsstofnuar áður en auglýsing er birt um deiliskipulagið í B-deild Stjórnartíðinda.
  • 1.13 1707017 Húnavatnshreppur. Umsögn um breytingu á aðalskipulagi.
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin samþykkir að taka á dagskrá erindi Húnavatnshrepps sem ekki var í útsendum gögnum.
    Nefndin gerir ekki athugasemd við breytinguna á aðalskipulagi Húnavatnshrepps.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.14 1707018 Sunnubraut 7. Umsókn um byggingarleyfi
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin hafnar erindinu þar sem gildandi deiliskipulag heimilar ekki þessa breytingu sammkvæmt framlögðum gögnum. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • 1.15 1703022 Fyrirspurn. Nýtt iðnaðarhús við Húnabæ
    Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 32 Nefndin samþykkir að taka erindið á dagskrá þar sem það var ekki í útsendum gögnum. Nefndi samþykkir að gera óverulega breytingu að aðalskipulagi Blönduósbæjar þannig að ný lóð verði á athafnasvæði við Húnabæ ásamt þeirri lóð sem fyrir er. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.

2.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 21

1706004F

Fundargerð 21. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 92. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 21 Fundur í fræðslunefnd 26. júní 2017.

    Anna Margrét setti fundinn í fjarveru Kristínar Ingibjargar.

    Eitt mál á dagskrá fundarins.
    Starfsmannamál Blönduskóla.

    Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri, sagði frá því að lausar stöður hafi verið auglýstar tvisvar í vor og níu umsóknir bárust. Einn kennari með leyfisbréf kennara sótti um og átta leiðbeinendur.
    Þórhalla mælir með eftirfarandi aðilum í auglýst störf.
    Jóhanna Jónasdóttir. Kennsla og umsjón á yngsta stigi. Leiðbeinandi.
    Magnús Sigurjónsson. Kennsla og umsjón á unglingastigi. Leiðbeinandi.
    Kristín Ingibjörg Lárusdóttir. Kennsla og umsjón á miðstigi og heimilisfræði. Leiðbeinandi.
    Lee Ann Maginnis. Stundakennsla Leiðbeinandi. Kennsla í þrjá tíma á viku.
    Páley Sonja Wium Ragnarsdóttir. Stundarkennsla. Leiðbeinandi. Kennsla í þrjár og hálfa kennslustund.
    Sonja Suska. Enskukennsla í vetur og umsjón á unglingastigi. Með leyfisbréf til kennslu.
    Þórdís Erla Björnsdóttir textílmenntakennsla. Leiðbeinandi í u.þ.b. 35%.
    Þóra Dögg Scheel Guðmundsdóttir. Kennsla og umsjón á yngsta stigi. Leiðbeinandi í rúmlega 80%.

    Fræðslunefnd samþykkir þessar ráðningar fyrir sitt leiti.

    Fundargerð upplesin.

    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.

3.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 22

1706006F

Fundargerð 21. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 92. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Liður 1-2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 22 Jónanna G. Jónasdóttir fór yfir starfsmannamál Barnabæjar.
    Anna Margrét Arnardóttir deildarstjóri hefur óskað eftir ársleyfi frá störfum frá og með 15. ágúst 2017.
    Guðrún Björk Elísdóttir hefur óskað eftir leyfi frá störfum frá 17. ágúst 2017 ? 17. mars 2018.
    Alexandra Dögg Viðarsdóttir, Birta Ósk Laursen og Sandra Ósk Valdimarsdóttir ætla að hætta og fljúga á vit ævintýranna.
    Umsóknir bárust frá Árný Björk Brynjólfsdóttir, Eygló Bylgju Önnudóttir, Hörpu Hrönn Hilmarsdóttir, Láru Dagnýju Sævarsdóttir og Sigurlaugu Markúsdóttir.
    Leikskólastjóri gerir það að tillögu sinni að þær verði allar ráðnar til starfa.
    Anna Kristín Brynjólfsdóttir sótti um þegar umsóknarfrestur var runninn út en hún kemur í viðtal um miðjan mánuðinn þar sem hún starfar fyrir sunnan.

    Fræðslunefnd samþykkir þessar ráðningar fyrir sitt leyti.

    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 22 Jóhanna G. Jónasdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    Undirrituð óskar eftir því að í haust verði farið í vinnu með innra mat í leikskólanum Barnabæ. Nauðsynlegt er að það verði gert af utanaðkomandi aðila/um. Í innra mati er öll starfsemi leikskólans metin, faglegt starf og samskipti þar á meðal.
    Ástæðan er sú að bæjaryfirvöld hafa gefið í skyn að ekki sé allt með felldu í starfsmannahaldi leikskólans og með innra mati ætti það að koma í ljós.
    Leiðbeiningar um innra mat í leikskóla, unnið af Sigríði Sigurðardóttir, fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneytið árið 2016 má finna á vef ráðuneytisins.
    Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri

    Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og mælir með því.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.

4.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 23

1707003F

Fundargerð 21. fundar Fræðslunefndar Blönduósbæjar lögð fram til afgreiðslu á 92. fundi byggðaráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 23 Jóhanna G. Jónasdóttir hefur óskað eftir árs leyfi frá störfum frá og með 15. ágúst 2017. Formaður leggur til að staðan verði auglýst og fellst nefndin á það fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar
    Blönduósbæjar staðfest á 92. fundi byggðaráðs 18. júlí 2017 með 3
    atkvæðum.

5.Norðurá bs. - fundargerð stjórnar 13. júní 2016

1707006

Fundargerðin lögð fram til kynningar

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 30. júní 2017

1707009

Fundargerðin lögð fram til kynningar

7.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - fundargerð frá 19. júní 2017

1707015

Fundargerðin lögð fram til kynningar

8.Félags- og skólaþjónusta A-Hún - Ársreikningur 2016

1707003

Fundargerðin lögð fram til kynningar

9.Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands vestra

1707005

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð felur Byggðasamlagi um menningu og atvinnumál að skipa fulltrúa í Samráðsvettvang Sóknaráætlunar.

10.Þjóðleikhúsið - barnasýning í boði leikhússins 2017

1707016

Í októbermánuði mun Þjóðleikhúsið frumsýna nýtt íslenskt leikrit sem sérstaklega er miðað að börnum sem eru 9-13 ára. Verkið heitir Oddur og Siggi en verkið fjallar um samskipti og einelti á persónulegan og einlægan hátt.

Áætlun leikhússins gerir ráð fyrir að sýningu á Blönduósi í október.

Þjóðleikhúsið óskar eftir að sveitarfélagið útvegi sýningarrými og gistingu fyrir 3 einstaklinga þann tíma sem uppsetning og sýningar koma til með að taka.

Byggðaráð samþykkir erindið. Styrkurinn er færður af lið 0589-9995.

11.Námsgögn Blönduskóla

1707022

Byggðaráð Blönduósbæjar samþykkir að öllum börnum í Blönduskóla verði veitt nauðsynlegt námsgögn og ritföng frá og með næsta hausti án endurgjalds. Þetta skref er liður í því að vinna gegn mismunum barna og styður við að öll börn njóti jafnræðis í námi.

Ríkiskaup hafa ákveðið að bjóða upp á sameiginlegt örútboð á námsgögnum grunnskóla.

Byggðaráð samþykkir að taka þátt í örútboði á námsgögnum grunnskóla.

12.Önnur mál

1510017

Engin önnur mál

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?