89. fundur 21. júní 2017 kl. 17:00 - 20:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
  • Ágúst Þór Bragason ritari
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason
Dagskrá

1.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar 23. maí 2017

1706003

Fundargerðin var lögð fram til kynningar

2.Brunavarnir Austur - Húnavatnssýslu - fundargerð 1. júní 2017

1706010

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Byggðaráð samþykkir samhljóða að Brunavarnir Austur-Húnavatnssýslu kaupi slökkvibifreið eins og greint er frá í fundargerð.
a. Byggðaráð í umboði sveitarstjórnar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 15.000.000 til allt að 17 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið vegna kaupa á nýrri MAN slökkvibifreið sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
b. Sveitarstjórn Blönduósbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eigenda Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
c. Fari svo að Blönduósbær selji eignarhlut í Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu til annarra aðila, skuldbindur Blönduósbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
d. Jafnframt er Arnari Þór Sævarssyni, kt. 161171-4339 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Blönduósbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.

3.SSNV - Fundargerð stjórnar 13. júní 2017

1706014

Fundargerðin lögð fram til kynningar

4.Veiðifélag Blöndu og Svartár - fundarboð

1706006

Almennur félagsfundur í Veiðifélagi Blöndu og Svartá var haldinn 14. júní sl. Formaður byggðaráðs sótti fundinn og greindi frá niðurstöðu hans.

5.Norðurá bs - aðalfundarboð

1706013

Boðað er til aðalfundar Norðurár bs. 29. júní 2017 í Miðgarði í Skagafirði. Samþykkt að Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri mæti sem fulltrúi Blönduósbæjar á aðalfundinn og að Ágúst Þór Bragason verði varamaður hans.

6.SSNV - Erindi frá stjórn SSNV um styrk til Skíðadeildar Tindastóls

1706004

Skíðadeild Tindastóls óskaði eftir því við stjórn SSNV að veittur verði styrkur til uppbyggingar á skíðasvæðinu í Tindastóli. Stjórn SSNV óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar Blönduósbæjar til þess hvort SSNV eigi að veita Skíðadeildinni styrk að upphæð 30. milljónir króna enda hafi Skíðadeildin sýnt fram á fjármögnun verksins að öðru leyti.
Fram kom tillaga frá L-listanum um að mæla með því að veita styrk til Skíðadeildar Tindastóls enda samþykki önnur sveitarfélög innan SSNV styrkinn. Tillagan samþykkt með 2 atkvæðum.
Hörður Ríkharðsson lagði fram svo hljóðandi bókun: Hyggist stjórn SSNV útdeila fé samtakanna með þeim hætti sem fram kemur í erindi þessu hlýtur það að teljast eðlilegt að það verði auglýst með almennum hætti þannig að félagasamtök og fyrirtæki á starfssvæði SSNV geti sótt um og vænlegustu verkefnin verði þá valin.

7.SSNV - Tillaga stjórnar á 25. ársþingi um skipun samgöngu- og innviðanefndar SSNV

1705028

SSNV óskar eftir tilnefningu Blönduósbæjar í samgöngu- og innviðanefnd SSNV. Samþykkt að Zophonías Ari Lárusson verði aðalmaður og Guðmundur Haukur Jakobsson til vara.

8.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2017 - 2018

1705006

Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarbók. Afgreiðslu viðauka er frestað til næsta fundar.

9.Ljósleiðaravæðing í dreifbýli Blönduósbæjar

1603011

Opnuð voru tilboð í sölu á ljósleiðarakerfi Blönduósbæjar að afloknu útboði 15. júní sl. Eitt tilboð barst frá Mílu ehf. að upphæð 6.400.000 króna án virðisaukaskatts. Samþykkt að fela sveitarstjóra að semja um sölu á ljósleiðarakerfinu til Mílu ehf. Byggðaráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun og koma 6.400.000 til hækkunar á eigin fé.

10.Íbúðalánasjóður - erindi til sveitarstjórnar

1706009

Íbúðalánasjóður býður Blönduósbæ að kaupa fasteignir á Blönduósi í þeirra eigu og nýta sem leiguíbúðir. Blönduósbær hefur ekki áhuga á kaupum á umræddum íbúðum.

11.Reiðveganefnd Neista - beiðni um aðgang að malarnámu

1611006

Reiðveganefnd hestamannafélagsins Neista óskar eftir að fá aðgang að námunnu við gamla reiðvöllinn í Kúagirðingunni. Erindið var áður á dagskrá 23. nóvember 2016.
Erindi reiðveganefndar er hafnað og ekki stendur til að heimila opnun á efnisnámu í Kúagirðingunni.

Fundi slitið - kl. 20:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?