16. fundur 01. október 2024 kl. 13:15 - 15:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Kristófer Kristjánsson aðalmaður
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Ebbi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Einnig sat fundinn Erla Jónsdóttir fyrrverandi oddviti Skagabyggðar

1.Styrkumsóknir - framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2024

2308029

Styrkir vegna áfangastaðaáætlunar
Eftirfarandi forgangsröðun var ákveðin á styrkumsóknum fyrir árið 2025:

1.Kálfshamarsvík
2.Þrístapar
3.Brú yfir ósinn
4.Gamli bærinn og Klifamýrin
5.Hrútey

Skoða þarf gildandi deiliskipulag þessara svæða og áhrif þess á umsóknir.

2.Safnamál

2409015

Framtíðarsýn vegna safnamála
Vinna þarf frekari hugmyndavinnu hvað þetta mál varðar og kalla til hagaðila sem tengjast málinu til að fá þeirra álit á og framtíðar möguleikum. Stefnt er að því að halda fund fljótlega þar sem frekari hugmyndum er varpað upp þannig að ná megi utan um verkefnið og kynna það fyrir byggðarráði og sveitarstjórn. Grunnhugmynd verkefnisins snýst um að ná utan um þau söfn sem eru á svæðinu (virk og óvirk) sem og hlutum sem hafa með menningararf svæðisins að gera og finna þeim stað til framtíðar. Í þessar hugmynd blandast einnig hugmyndir um fjölnota menningarhús og aðrar hugmyndir sem styrkt gætu þá lausn sem áætlað er að móta.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?