Dagskrá
1.Húnabyggð - Stað verkefna tengd ferðamálum
2308028
Staða í verkefnum tengd ferðamálum
Vatnsdalsverkefnið sem rúmar ýmiskonar verkefni í Vatnsdal og svæðinu þar í kring hefur verið í fókus í sumar og gaman að segja frá því að við höfum náð að klára ýmislegt í kringum það verkefni. Gamli bærinn er í þróun og einkaaðilar hafa dregið vagninn þar en sveitarfélagið hefur unnið að gerð 3D módels og eins hefur mikil vinna verið undanfarið í deiliskipulagsmálum svæðisins.
2.Styrkumsóknir - framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2024
2308029
Styrkumsóknir
Skilgreind voru sex stór verkefni sem þarf að móta og vinna með, tala þarf við ferðaþjónustu- og aðra hagsmunaaðila og fá þeirra rödd inn í þau verkefni sem þarf að vinna með áfram. Verkefnið er að skilgreina fimm verkefni og sækja styrki í þau. Verkefin sex sem skilgreind voru á fundinum eru:
1.Gamli bærinn (UNESCO, 3D módel, Klifamýri, umhverfi og opin svæði, brú o.fl.)
2.Vatnsdalur (Þrístapar, Ólafslundur, Skólahús, Þingeyrar, Forsæludalur, Álka, Vatnsdæla o.fl.)
3.Húnaver (Þrándarhlíðarfjall, Laxárdalur, Svartárdalur o.fl.)
4.Norðurstrandar gönguleið í Húnabyggð (Blanda, Hrútey, Bolabás, Þingeyrar, hringsjá o.fl.)
5.Hveravellir (hálendið)
6.Húnaflói (Hornstrandir, Flóabardagi, hvalaskoðun, sjóstöng, lundar, selir, sjófuglar o.fl.)
1.Gamli bærinn (UNESCO, 3D módel, Klifamýri, umhverfi og opin svæði, brú o.fl.)
2.Vatnsdalur (Þrístapar, Ólafslundur, Skólahús, Þingeyrar, Forsæludalur, Álka, Vatnsdæla o.fl.)
3.Húnaver (Þrándarhlíðarfjall, Laxárdalur, Svartárdalur o.fl.)
4.Norðurstrandar gönguleið í Húnabyggð (Blanda, Hrútey, Bolabás, Þingeyrar, hringsjá o.fl.)
5.Hveravellir (hálendið)
6.Húnaflói (Hornstrandir, Flóabardagi, hvalaskoðun, sjóstöng, lundar, selir, sjófuglar o.fl.)
3.Húnaver
2212002
Húnaver
Farið yfir starfsemi verktaka í þeim skammtíma samningi sem nú er í gildi. Nefndin bindur vonir við að langtíma samningi við rekstraraðila verði náð, en að öðrum kosti verði svæðið auglýst aftur.
4.Húnabyggð - Atvinnumál
2308030
Atvinnumál í Húnabyggð
Rætt vítt og breytt um atvinnumál, en sveitarfélagið hefur hafið en ekki lokið stefnumótun þar sem atvinnumál eru að sjálfsögðu stór málaflokkur. Vegna þeirrar stöðu sem sveitarfélagið er í vegna sameiningar og vöntunar á gegnsæi í fjármálum sveitarfélagsins hefur ekki legið fyrir sérstök framkvæmdaáætlun þó finna megi áætlun um fjárfestingar í fjárhagsáætlun árins 2023. Þetta er eitthvað sem má laga þannig að fyrirtæki á svæðinu geti haft hugmyndir um stærstu verkefni hvers árs. Stærri mál eru mál eins og orkumál og heitt vatn en mikil vinnna hefur verið unnin á árinu til að fá betri stöðu í þau mál. Þetta eru mjög flókin mál og ekki á hendi sveitarfélagsins að leysa en mikil vinna er nú í gangi í samtökum orkusveitarfélaga að fá orkulögum breytt. Sveitarfélagið velur að vera bjartsýnt um að í þessum málum finnist farsælar lausnir.
5.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Kynnt erindi frá Arngrími Jóhannssyni um Norðurslóðarsetrið sem er heimilislaust þessa dagana.
Fundi slitið - kl. 17:15.