Dagskrá
1.Ægisbraut 4 - Umsókn um byggingarleyfi til endurbóta eftir bruna.
1606004
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá SAH afurðum ehf. Umsókn um byggingarleyfi til að fara í endurbætur á bragga á Ægisbraut 4 sem skemmdist í bruna fyrr á þessu ári. Ekki eru áætlaðar neinar breytingar á burðarvirki. Hins vegar óska SAH afurðir ehf. eftir að loka hurðaropi er snýr í suður í átt að Rarik. Með umsókninni fylgir mynd sem sýnir núverandi ástand braggans. Byggingaráform voru samþykkt í skipulagsnefnd 8. júní 2016 og að akstursdyrum á suðurgafli verði lokað en göngudyr verði áfram sem flóttaleið. Áritun byggingarstjóra og húsasmíðameistara er dagsett 3. ágúst 2016.
2.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
1603015
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Ámundakinn ehf, kt. 640204-3540. Umsókn um byggingarleyfi til breytinga og breyttrar notkunar á húsnæði félagsins að Húnabraut 33. Um er að ræða breytingar á nýtingu hússins, sem áður hýsti mjólkurstöð, en nú er fyrirhugað að flytja þangað starfsemi fyrirtækjanna Vilkó og Prima. Núverandi vinnslusalur á 1. hæð hússins verður endurinnréttaður og settir upp nýjir milliveggir og brunaskil lagfærð. Núverandi ketilhúsi verður einnig breytt, bætt við aksturdyrum og gönguhurð á gafl, ketill fjarlægður og byggingin nýtt sem aðstaða fyrir Mjólkursamsöluna vegna smásöludreifingar á mjölkurvörum. Aðrir húshlutar, svo sem núverandi starfsmannaaðstaða, verða að mestu leyti óbreyttir.
Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-105 í verki nr. 775504, dags. 2. sept. 2016.
Fyrirlyggjandi er endurskoðaður aðaluppdráttur dags. 18. sept. ásamt séruppdráttum nr. A-201 og B-101. Einnig er fyrirliggjandi áritun byggingarstjóra og iðnmeistara ásamt staðfestingu á ábyrgðartryggingu byggingarstjóra.
Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-105 í verki nr. 775504, dags. 2. sept. 2016.
Fyrirlyggjandi er endurskoðaður aðaluppdráttur dags. 18. sept. ásamt séruppdráttum nr. A-201 og B-101. Einnig er fyrirliggjandi áritun byggingarstjóra og iðnmeistara ásamt staðfestingu á ábyrgðartryggingu byggingarstjóra.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út 24.11.2016.
Byggingarleyfi gefið út 24.11.2016.
3.SAH - Reykháfur við Reykhús - Umsókn um byggingarleyfi
1609019
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá SAH afurðum ehf. umsókn um byggingarleyfi til að byggja rúmlega 16 m háan reykháf við reykhús á Ægisbraut 4, landnúmer 145134. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur og burðarvirkisteikning af reykháfnum gerð hjá STOÐ verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni, teikningar nr. A-100 og B-101 í verki nr. 723916, dags. 7. og 27.09.2016. Byggingaráform voru samþykkt í skipulagsnefnd 7. október 2016.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út 7.12.2016.
Byggingarleyfi gefið út 7.12.2016.
4.Hnjúkabyggð 32 - Umsókn um byggingarleyfi
1607003
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá frá Íslandspósti ohf. - Umsókn um byggingarleyfi til breytinga á pósthúsinu að Hnjúkabyggð 32. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur ásamt skráningartöflu gerður hjá G&G arkitektar af Gunnlaugi Jónassyni arkitekt, teikningar nr. 16201, 16302 og 16203, dags. 27.06.2016. Þann 9.11.2016 bárust séruppdrættir af raflögnum, loftræstikerfi og breytingum á húsnæðinu.
Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.
Byggingarleyfi gefið út 16.12.2016.
Byggingarleyfi gefið út 16.12.2016.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Byggingarleyfi gefið út 6.08.2016.