11. fundur 17. maí 2016 - 11:40 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson fundarritari
Dagskrá

1.Aðalgata 10 - Umsókn um byggingarleyfi

1604004

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Bjarna Pálssyni kt. 120647-2379. Umsókn um byggingarleyfi til gagngerra breytinga á neðri hæð hússins að Aðalgötu 10, landnr. 144808.

Umsókninni fylgir afsökunarbeiðni vegna þeirra framkvæmda sem þegar eru gerðar og aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, teikningar nr. 100 og 101 í verki nr.2012-025 dags.28.03.2015. Séruppdrættir afhentir 17.05.2016 gerðir hjá Meter teiknistofa ehf. af Friðrik ólafssyni, verkfræðingi, teikningar nr. B-01, B-02, L-01, L-02, L-03, L-04, L-05 og L-06 dags. 09.05.2016.
Framlögð gögn móttekin 17.05.2016 gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi veitt.

2.Flúðabakki 2 - Umsókn um byggingarleyfi - Snyrtingar á 3. hæð

1605022

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá Ríkiseignum, kt. 690981-0259. Umsókn um byggingarleyfi til að endurnýja og breyta snyrtingum á 3. hæð. Breytingin er á innveggjum og lögnum. Útlit og rúmmál breytist ekki. Aðaluppdráttur og uppdráttur af breytingum á lögnum fylgja umsókinni gerðir hjá Ráðbarði sf. af Þóreyju Eddu Elísdóttur, verkfræðingi á ábyrgð Ágústar Þorgeirssonar verkfræðingi, uppdrættir nr. FB2011 og FB2031 í verki nr. 150701, dagsettir 13.05.2016.
Framlögð gögn móttekin 17.05.2016 gera grein fyrir fyrirhugðuðum framkvæmdum.

Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?