9. fundur 06. apríl 2016 kl. 16:30 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Bjarni Þór Einarsson fundarritari
Dagskrá

1.Brimslóð 10A Umsókn um breytta notkun.

1503014

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Gísla Agli Hrafnssyni, kt. 111166-4049 og Ingu Elsu Bergþórsdóttur, kt. 250868-6189, um byggingarleyfi til breytinga og að breytta notkun úr bílaverkstæði í íbúðarhúsnæði á Brimslóð 10a á Blönduósi, landnr. 1445179.

Umsókninni fylgir aðaluppdráttur í þríriti gerður hjá Verkstæði arkitekta ehf. af Kára Eiríkssyni arkitekt, teikningar nr. 0200, 0201 og 0202 dagsettar 18.13. 2015 og síðast breytt 17.02.2016. Einnig teikning nr. 0301 dagsett 15.02. 2015 breytt 23.03.2016, teikning nr. 0302 dagsett 15.02.2016 og teikning nr. 0401 dagsett 26.06.2015 síðast breytt 22.03.2016 sem sýnia frágang utanhússklæðningar og frágang eldvarna milli 10a og 10b. Einnig eru fyrirliggjandi séruppdrættir af frárennslis-, hita-, og neysluvatnslögnum gerðar hjá Teiknistofunni Óðinstorgi af Gústaf Vífilssyni verkfræðingi, teikningar nr. 1594-2-1 og 2 -3-1, 2 og 3 -4-1, 2 og 3, dagsettar í nóvember 2015. Loks eru fyrirliggjand séruppdrættir burðarþols af viðbyggingu, gerðir af sama aðila teikningar nr. 1594-1-1. 2. 3. 4. og 5, dagsettar í nóvember 2015 og raflagnateikning, afstöðumynd og einlínumynd af lágspennulögnum gerðar af Jónasi Þór Sigurgeirssyni, dagsettar 16. nóvember 2015.

Byggingarleyfi þetta tekur ekki til þeirra verkþátta sem gerðir hafa verið án byggingarleyfis fyrir útgáfudag þess sbr. úttekt á verkstöðum frá 19. janúar 2016 og er úttektargerðin hluti af byggingarleyfi þessu. Einnig er umsögn dagsett 16.30.2016, frá Brunahönnun slf. gerð af Gunnari H. Kristjánssyni byggingar- og brunaverkfræðingi hluti af byggingarleyfi þessu og skal fylgja frágangi þeim sem þar er kveðið á um.
Framlögð gögn móttekin frá 31.03.2015 til 6.04.2016 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?