Dagskrá
1.Norðurlandsvegur 4, endurbætur og viðbygging - Umsókn um stækkun á byggingarreit ofl.
1510001
Umsókn frá Ámundakinn ehf, kt. 640204-3540. Sótt er um stækkun á byggingarreit og breytt útlit hússins að Norðurlandsvegi 4 á Blönduósi, landnr. 145060. Sótt er um stækkun á byggingarreit vegna fyrirhugaðara viðbyggingar við norðausturhluta hússins, breytt útlit og breytta notkun. Jafnframt er samþykkt niðurrif á 45,0 m2 útbyggingu á suðurhlið hússins Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi. Númer uppdrátta er A-100 til A-103 í verki nr. 724040, dagsettir í 5. nóvember 2015. Á reitinn kemur létt viðbygging,um 130 m2 iðnaðarhús Byggingaráformin hafa hlotið samþykki nágranna með grenndarkynningu
Framlögð gögn móttekin 9. nóvember 2015 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt.
Fundi slitið - kl. 19:30.