4. fundur 31. ágúst 2015 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Hafnarbraut 6 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta niotkun

1508015

Tekil til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Sölufélagi A- Húnvetninga, kt. 640269-7079. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun fyrir gistiaðstöðu í flokki 2, tegund gistingar c. gistiskáli, í vesturenda iðnaðarhússins að Hafnarbraut 6 á Blönduósi, landnr. 144910. Erindið samþykkt af skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd 26. ágúst sl.

Aðaluppdráttur ásamt eldvarnaruppdrætti, úttektarskýrsla og greinargerð um úrbætur allt gert hjá STOÐ ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, nú fyrirliggjandi. Uppdráttur nr. A-101, A-102, A-103 og E-101 í verki nr. 71713, dagsettir 31. 08 2015.
Framlögð gögn móttekin 31.08.2015 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum.

Byggingarleyfi veitt.

2.Umsókn um byggingarleyfi að Garðabyggð 1

1501030

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Gistiheimilinu Kiljan ehf, kt. 540409-0640. Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun fyrir gistiaðstöðu í flokki 2, tegund gistingar e. íbúðir, í húsinu nr.1 við Garðabyggð á Blönduósi, landnr. 144893.

Aðaluppdráttur ásamt skráningartöflu gerður hjá ARKO af Ásmundi Jóhannssyni, byggingarfræðingi, fylgir umsókninni. Uppdráttur nr. 101, 102, 103 og 104, dagsettir 27. 03 2015. Framangreindar teikningar bárust leyfisveitanda í dag 31.08.2015.
Framlögð gögn móttekin 31.08.2015 gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum.

Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?