3. fundur 28. júlí 2015 kl. 13:00 - 14:00 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Bjarni Þór Einarsson byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Sturluhóll - Umsókn um byggingarleyfi

1507003

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Atla Þór Gunnarssyni, kt. 030682-5489. Umsókn um byggingarleyfi til að einangra og klæða íbúðarhúsið að Sturluhóli að utan, landnr. 145446.
Aðaluppdráttur ásamt skráningartöflu gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, fylgir umsókninni. Uppdráttur nr. 100, 101 og 102 í verki nr. 2015-022, dagsettur 29.06.2015.

Framlögð gögn móttekin 5. júlí sl. gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt.

2.Húnabraut 2A - Umsókn um byggingarleyfi

1501001

Tekið fyrir erindi frá Blönduósbæ samþykkt á fundi skipulags- byggingar- og veitunefndar Blönduósbæjar 1. október 2013. Lagður var fram eldvarnaruppdráttur af Blönduskóla, Húnabraut 2a unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. SBV samþykkir nýjan uppdrátt og útlitsbreytingu á húsinu.
Fram eru lagðir séruppdrættir af ísetningu og frágangi glugga og gluggaveggja í kennslustofum en í þeim veggjum er upphitunar- og loftræstikerfi. Séruppdrættir eru unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi. Teikning A-201 og A-202 dags. 24. júlí 2015. Einnig liggja fyrir frumdrög af lagnateikningum fyrir hita- og loftræstikerfið unnar hjá EFLU verkfræðistofu af Grétari Grímssyni. Framlögð gögn móttekin 27. júlí sl. gera grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. Byggingarleyfi veitt.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?