22. fundur 08. mars 2019 kl. 11:00 - 12:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Starfsmenn
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Þorgils Magnússon
Dagskrá

1.Fálkagerði 1- Umsókn um byggingarleyfi

1810023

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá BDC north ehf. Um er að ræða 4 gagnavershús mhl. 04 til 07 að Fálkagerði 1. Húsin eru límtréshús klædd með yleiningum á steyptum sökkli. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Maríu Guðmundsdóttur hjá Lotu ehf. dags 06. febrúar 2018 (Mhl 04)og 18. desember 2018 (mhl 05), burðarvirki og lagnir í sökkla gerðir af Lotu ehf. Byggingarleyfi þetta er bundið við mathluta 04 og 05 en framlengist þegar aðaluppdrættir hafa borist af mhl. 06 og 07 og leyfisveitandi hefur farið yfir þá.
Byggingarstjóri er Beka ehf. ábyrgðarmaður er Karl Sigfússon.
Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 10. október 2018.
Erindið er samþykkt, byggingarleyfi var gefið út 20. október 2018.

2.Fálkagerði 2 - Umsókn um byggingarleyfi

1810020

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Landsnet hf. Um er að ræða uppsetningu spennis með steyptri þró að Fálkagerði 2 ásamt bráðabirgðaaðstöðu fyrir stjórnbúnaðarhús. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Jónasi V. Karlessyni hjá Verkís. dags 17. september 2018, burðarvirki og lagnir í sökkla gerðir af Verkís. Byggingarstjóri er Trausti Valur ehf. ábyrgðarmaður er Trausti Valur Traustason.
Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 10. október 2018.
Erindið samþykkt, byggingarleyfi var gefið út 27. nóvember 2018.

3.Mýrarbraut 11, breytingar á gluggum

1901012

Erindi frá Gunnari Sig. Sigurðssyni, Mýrarbraut 11, breytingar á gluggum í borðkrók og eldhúsi samkvæmt teikningu dagsett 10.01.2019
Erindið er samþykkt sem tilkynnt framkvæmd.

4.Brautarhvammur þjónustuhús - Umsókn um byggingarleyfi

1901011

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Blöndu ehf. Um er að ræða gistihús sem samanstendur af þjónustubyggingu, milligangi og gistiálmu með 7 herbergjum. Í þjónustubyggingu er móttaka, matsalur með sæti fyrir 44 manns, salerni og setustofu. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Guðna Sigurbirni Sigurðssyni hjá Riss verkfræðistofu, nr. A101 dag 8. janúar 2019. Burðarvirki af sökkli og lagnir í sökkli gerðar af Guðmundi Óskari Unnarssyni hjá Riss verkfræðistofu. Byggingarstjóri er Lárus B. Jónsson.
Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 16. janúar 2019.
Erindið er samþykkt og byggingarleyfi gefið út.

5.Sunnubraut 19 og 21 - Umsókn um byggingarleyfi

1808024

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Stíganda ehf. Um er að ræða parhús með innbyggðri bílageymslu að Sunnubraut 19 og 21. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingafræðingi, nr. 01 og 02 dag 18. október 2018. Burðarvirki af sökkli og plötu ásamt lögnum í sökkli og plötu gerðar af Bjarna Þór Einarssyni hjá Ráðbarði sf. Húsið verður byggt úr timbri á steyptum undirstöðum. Byggingarstjóri er Guðmundur Sigurjónsson.
Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 6. september 2018.
Erindið er samþykkt og byggingarleyfi er gefið út.

6.Fálkagerði 1 - Umsókn um byggingarleyfi

1810023

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá BDC north ehf. Um er að ræða þjónustuhús og tengigang mhl. 03 og 08 að Fálkagerði 1. Þjónustuhúsið er úr krosslímdu límtré klætt með áli á steyptum sökkli. Tengigangurinn er úr límtré með yleiningum á steyptum sökkli og tengir mathluta 1-7 saman. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Maríu Guðmundsdóttur hjá Lotu ehf. dags 06. febrúar 2019 og 18. desember 2018, burðarvirki og lagnir í sökkla gerðir af Lotu ehf. Áður hefur verið gefið út byggingarleyfi fyrir 4 gagnavershúsum mhl. 04-07. Þessi framkvæmd er viðbót við það verk.
Byggingarstjóri er Beka ehf. ábyrgðarmaður er Karl Sigfússon.
Byggingaráform voru samþykkt í skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar 16. janúar 2019.
Erindið er samþykkt og byggingarleyfi er gefið út.

7.Árbraut 31- Umsókn um tilkynnta framkvæmd

1902022

Erindi frá Byggðasamlagi um menningar- og atvinnumál. Umsókn um tilkynnta framkvæmd að Árbraut 31. Um er að ræða að breyta herbergi á 2. hæð hússins í tvö salerni og sturtu. Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður af Árna Þorvaldi Jónssyni dags. 28. nóvember 2018 og lagnauppdrættir gerðir af Verkís.
Erindið er samþykkt sem tilkynnt framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?