Dagskrá
1.Efstabraut 3 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd
1709011
Björgunarfélagið Blanda fer þess á leit að hefja rif innanhúss á léttum innveggjum og léttu millilofti í vesturenda hússins að brunavegg sem er í miðju þess. Ekki verða frekari framkvæmdir að sinni og útliti hússins ekki breytt.
Erindið er samþykkt enda fellur það undir grein 2.3.5 og lið b. í byggingarrelgugerð.
2.Skólalóð - Umsókn um leyfi til að setja upp leiktæki.
1705046
Blönduósbær tilkynnir hér með uppsetningu leiktækis á lóð Blönduskóla skv. meðfylgjandi teikningum frá framleiðanda og útsetningu gerð af Stoð ehf. verkfræðistofu dags. 5. sept 2017.
Erindið er samþykkt, byggingarfulltrúi skal taka út verkið að því loknu.
Fundi slitið - kl. 15:30.