17. fundur 15. maí 2017 kl. 13:00 - 13:30 á skrifstofu byggingarfulltrúa Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ágúst Þór Bragason embættismaður
  • Þorgils Magnússon byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorgils Magnússon
Dagskrá

1.Blöndubyggð 9 - Umsókn um tilkynnta framkvæmd - Klæða smáhýsi að utan

1704012

Umsókn um leyfi skv grein 2.3.5 byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með áorðnum breytingum. Einangra og klæða á núverandi gestahús að utan og snyrtingar stækkaðar. Þak verður einangrað og klætt. Teikningar lagðar fram af Stoð ehf dags. 05.04.2017
Erindið er samþykkt

2.HSN-Blönduósi - Umsókn um tilkynnta framkvæmd - Breyting á salernum

1705025

Umsókn um leyfi skv. grein 2.3.5 byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með áorðnum breytingum. Breyta á sameiginlegri snyrtingu fyrir tvær sjúkrastofur í tvær aðskildar snyrtingar samkvæmt meðfylgjandi teikningu sem gerð er af Ráðbarði sf. af Bjarna Þór Einarssyni dagsett 12.12.2016.
Erindið er samþykkt

3.Efstabraut 1-Umsókn um tilkynnta framkvæmd- Fiskbúð

1703020

Umsókn um leyfi skv. grein 2.3.5 byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með áorðnum breytingum. Fastanúmer 213-6762, matshluti 03 0101. Breyta á hluta hússins í fiskbúð og vinnslu fyrir hana. Meðfygjandi er teikning gerð hjá Ráðbarði sf. af Þóreyju Eddu Elíasdóttur verkfræðingi á ábyrgð Bjarna Þórs Einarssonar, byggingartæknifræðings. Teikning er nr. 170207, dagsett 21. mars 2017.
Erindið er samþykkt.

4.Hótel Blanda ehf. - Umsókn um byggingarleyfi

1611030

Tekin til afgreiðslu byggingarleyfisumsókn frá Hótel Blöndu ehf, kt. 610504-3290. Umsókn um byggingarleyfi til að gera 3 ný gistiherbergi þar af tvö fyrir hreyfihamlaða. Húsið er að Aðalgötu 6, fnr. 213-6601 og hefur hýst hótelstarfsemi. Aðaluppdráttur gerður af Stefáni Árnasyni byggingarfræðingi, kt. 020346-4269, fylgir umsókninni dagsettur 05.03.2017.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi hönnunargögn berast. Þetta leyfi veitir heimild til breytinga sem snúa að því sem gert er innandyra samkvæmt framlögðum gögnum.

Fundi slitið - kl. 13:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?