Yfirlýsing frá Samráðshópi um áfallahjálp í Húnavatnssýslum
Samráðshópur um áfallahjálp í Húnavatnssýslum hefur verið virkjaður vegna smits af kórónuveirunni covid-19 í vesturhluta héraðsins, þ.e. í Húnaþingi vestra. Í hópnum sitja fulltrúar RKÍ, þjóðkirkju, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Samráðshópurinn vill færa fram kærar þakkir til heilbrigðisstarfsfólks og allra viðbragðsaðila fyrir mikla og óeigingjarna vinnu en ljóst er að mikið og öflugt starf hefur verið unnið á stuttum tíma við sérstakar og oft á tíðum afar erfiðar aðstæður. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkennist af samstöðu og samkennd, þolinmæði og þrautseigju, æðruleysi og einingu.
Fulltrúar hópsins hafa verið í sambandi við skjólstæðinga og viðbragðsaðila og munu verða það enn frekar á næstunni til þess að bjóða viðrun og sálgæslu. Íbúum á svæðinu er velkomið að hringja í fulltrúa hópsins varðandi ýmis úrlausnarefni eða beiðni um sálrænan stuðning. Þó skal tekið fram vegna þess hve mikið álag er á Heilsugæslu HVE á Hvammstanga þá er æskilegt að beina beiðnum um sálrænan stuðning annað um sinn s.s. RKÍ, kirkju eða félagsþjónustu. Hins vegar ef um bráð andleg veikindi er að ræða skal hringt í eitthvert eftirtalinna símanúmera: 432-1300, 1700, 112.
Hér að neðan eru símanúmer og/eða netföng einstakra stofnana eða fulltrúa þeirra sem velkomið er að hringja í:
Hjálparsími RKÍ 1717
Þjóðkirkjan – sóknarpresturinn á Hvammstanga s. 867-2278.
Netfang: srmagnus@simnet.is
Þjóðkirkjan – sóknarpresturinn á Skagaströnd s. 860-8845.
Netfang: bryndis.valbjarnardottir@gmail.com
Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga s. 432-1300.
Netfang: sesselja.eggertsdottir@hve.is
Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi s. 455-4100.
Netfang: sigridurs@hsn.is
Fjölskyldu- og fræðslusvið Húnaþings vestra s. 771-4966.
Netfang: jenny@hunathing.is
Félagsþjónusta Austur Húnavatnssýslu s. 863-5013.
Netfang: felagsmalastjori@felahun.is