Í seinustu viku komu aðilar frá InfoCapital með heimamennina Reynir Grétarsson og Bjarna Gauk Sigurðsson í heimsókn ásamt aðilum frá Minjastofnun til að skoða þau hús sem InfoCapital hefur fest kaup á, í gamla bænum. Úr varð skemmtilega ganga um gamla bæinn þar sem m.a. Jón Arason fræddi fólk um sögu og uppbyggingu húsanna sem skoðuð voru. Hópurinn fékk sér síðan grænmetissúpu á Brimslóð Artilier og að því loknu kynntu InfoCapital sýnar hugmyndir fyrir aðilum frá sveitarstjórn Húnabyggðar á hótelinu.
Tækifærið var notað til að skrifa undir viljayfirlýsingu um þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er og nú hefst undirbúningsvinna þessara aðila þar sem m.a. þarf að tryggja frágang skipulagsmála o.fl. í samvinnu við alla á svæðinu.
Viljayfirlýsinguna má lesa hér
Það er mikil tilhlökkun í öllum hvað þetta mál varðar og trú á að byggja megi upp blómlegt atvinnulíf samhliða vernd og uppbyggingu svæðisins.
Með kveðjum,
Sveitarstjórnin