Húnabyggð auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref veturinn 2024/2025.

Vetrarveiði á ref (hlaupadýr) er leyfð á öllum svæðum í sveitarfélaginu nema þar sem skothús eru þegar staðsett. Þar sem skothús eru staðsett er óleyfilegt að veiða ref í tíu kílómetra radíus frá staðsetningu núverandi skothúsa.

Sé ætlunin að setja upp skothús þarf sérstakt leyfi landeigenda og sveitarfélagsins. Staðsetning nýrra skothúsa tekur mið af þeim skothúsum sem þegar eru í sveitarfélaginu.

Skilyrði leyfisveitingar er að umsækjandi hafi gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af Umhverfisstofnun. Þá gilda eining sérstakar reglur um refa- og minkaveiðar í Húnabyggð sem öllum veiðimönnum ber að fara eftir.

Athygli er vakin á því að einungis þeim veiðimönnum sem hafa skriflegan samning við sveitarfélagið fá greitt fyrir unnin dýr.

Tekið er á móti umsóknum á hunabyggd@hunabyggd.is og á skrifstofu sveitarfélagsins. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins.

Umsóknarfrestur er 15. nóvember 2024.

Getum við bætt efni þessarar síðu?