Húnabyggð óskar eftir að ráða í tímabundið starf verkefnastjóra ferðamála sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og vinni yfir sumarmánuðina og út ágúst að minnsta kosti.
Sveitarfélagið er með ýmis járn í eldinum hvað varðar uppbyggingu í ferðamálum og starfið felst í að halda utan um þá uppbyggingu og koma áhersluverkefnum þessa árs í framkvæmd. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi en það er algjör forsenda að brenna fyrir uppbyggingu ferðamála. Tölvukunnátta og færni í notkun samfélagsmiðla er mikilvæg. Viðkomandi þarf að geta starfað mjög sjálfstætt og haldið utan um samskipti við ýmiskonar hagaðila ferðamennsku í Húnabyggð sem eru bæðir opinberir aðilar, einkarekin fyrirtæki og einstaklingar.
Meðal verkefna sem liggja fyrir eru t.d. utanumhald um ferðamannastaði sveitarfélagins (skálar í leigu, opin svæði o.fl.), uppbygging ferðamannastaða (en nokkur svæði eru í þróun eins og Þrístapar, Vatnsdæla og gamli bærinn), styrkjaumsóknir, samskipti við verktaka o.fl.
Ef þú ert jákvæð, skapandi og drífandi persóna þá er þetta skemmtilegt tækifæri til að taka þátt í mjög spennandi uppbyggingu Húnabyggðar í ferðamálum.
Umsóknir sendist á hunabyggd@hunabyggd.is merkt ”Verkefnastjóri ferðmála”.
Umsóknarfrestur er til 31.maí 2023.