Stekkjarvík
Stekkjarvík

Urðunarstaðurinn Stekkjarvík – aukning á urðun

  • Norðurá bs. undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna aukningar á árlegu magni til urðunar á urðunarstaðnum í Stekkjarvík í landi Sölvabakka, Blönduósi úr að hámarki 21.000 tonnum á ári hverju í 30.000 tonn, eða um samtals 9.000 tonn á ári. Ekki er um að ræða aukningu á heildarmagni úrgangs sem urðaður verður í Stekkjarvík.

Um tilgang matsáætlunar

  • Matsáætlun er verkefnisáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum. Í henni er fyrirhugaðri framkvæmd, valkostum og framkvæmdarsvæði lýst og fjallað um umfang og áherslur mats á umhverfisáhrifum. Jafnframt er tilgreint hvaða gögn eru fyrir hendi sem nýtt verða við matsvinnuna og hvaða viðbótargagna þurfi að afla vegna verkefnisins. Í frummatsskýrslu verður lagt mat á áhrif framkvæmdar á eftirfarandi þætti: Landslag og sjónræn áhrif; loft og hætta - gasmyndun; loft – lyktarmál; vatn og jarðvegur, þ.m.t. sigvatn; hljóðvist; hreinlæti – fok úrgangs og annarra efna; hreinlæti og hætta – fuglar og meindýr; samfélag og umferð. 

Kynning draga að tillögu að matsáætlun og athugasemdafrestur

  • Drög að tillögu að matsáætlun aukningar urðunarinnar eru birt hér á heimasíðu EFLU. Allir geta gert athugasemdir eða komið með ábendingar við drög að tillögu að matsáætlun. Senda skal athugasemdir fyrir 13. mars 2019 til Friðriks K. Gunnarssonar hjá EFLU verkfræðistofu með tölvupósti á netfangið fridrik.gunnarsson@efla.is. Merkja skal athugasemdir: Urðunarstaðurinn í Stekkjarvík – aukning á urðun.
  • Að loknum kynningartíma verður lokið við tillögu að matsáætlun með tilliti til þeirra athugasemda sem berast og hún send Skipulagsstofnun til meðferðar skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Hér má finna drög að matsáætlun og fleiri upplýsingar:

Getum við bætt efni þessarar síðu?