21. október 2020
Fréttir
- Sveitarstjórn samþykkti nýjar, reglur um Ungmennaráð Húnavatnshrepps, sbr. lög nr. 70/2007.
- Sveitarstjóra var jafnframt falið að leita eftir tilnefningum í Ungmennaráð Húnavatnshrepps skv. 2. gr..
- Í 2. gr. stendur:
- Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skipar Ungmennaráð að fengnum tillögum frá eftirtöldum aðilum:
- Nemendafélag Húnavallaskóla skipar tvo fulltrúa og tvo til vara.
- Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.
- USAH tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.
- Sveitarstjórn Húnavatnshrepps tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.
- Við tilnefningar í ráðið skulu stofnanir/félög leitast við að kynjaskipting sé jöfn.
- Tilnefning í ráðið skal gilda frá 1. október til eins árs í senn.
- Meðlimir Ungmennaráðs skulu hafa lögheimili í Húnavatnshreppi og vera á aldrinum 14-20 ára.
- Ráðið kýs sér sjálft formann, varaformann og ritara.
- Sveitarstjórn Húnavatnshrepps skipar Ungmennaráð að fengnum tillögum frá eftirtöldum aðilum: