Umhverfisverðlaun Húnabyggðar 2024 voru veitt á Húnavöku sl. fimmtudag en verðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.

Berglind Hlín Baldursdóttir, varaformaður umhverfisnefndar Húnabyggðar, afhenti verðlaunin.

Viðurkenninguna í þéttbýli í ár hlutu Björn Svanur Þórisson og Hanna Kristín Jörgensen á Melabraut 5

Viðurkenninguna í dreifbýli í ár hlutu Jakob Sigurjónsson og Sesselja Sturludóttir á Hóli í Svartárdal

Getum við bætt efni þessarar síðu?