12. júlí 2022
Fréttir
- Umhverfisnefnd Húnabyggðar óskar eftir tilnefningum frá íbúum vegna umhverfisverðlauna sem verða veitt laugardaginn 16.júlí 2022
- Umhverfisverðlaunin eru veitt sem viðurkenning til einstaklinga fyrir fallega og vel hirta garða og fyrir snyrtilegt umhverfi.
- Við mat á snyrtilegu umhverfi verður m.a. tekið mið af hönnun garða og umhverfis, viðhaldi mannvirkja, þ.m.t. girðinga, almenna umgengni, heildarmynd, frágangi bygginga og geymslu tækja og áhalda.
- Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til íbúa um að huga vel að nærumhverfi sínu og verðlauna þá sem þykja skara fram úr á þessu sviði í Húnabyggð.
- Veittar verða tvær viðurkenningar til einstaklinga, ein í þéttbýli og önnur í dreifbýli. Séu tilefni til þess er nefndinni heimilt að veita eina viðurkenningu til viðbótar sem taki mið af þeim tilnefningum sem berast hverju sinni.
- Ábendingar sendast á netfangið kristin@blonduos.is fyrir kl. 12:00, föstudaginn 15.júlí n.k.