23. mars 2020
Tilkynningar
- Til bænda
- Í ljósi stöðunnar sem upp er komin í þjóðfélaginu vill Búnaðarfélag Húnaþings og Stranda, senda eftirfarandi skilaboð:
- Eins og bændum er kannski kunnugt, þá hafa búnaðarsamböndin á landsvísu í samstarfi við BÍ verið að safna upplýsingum um aðila sem tilbúnir eru að leysa af á sveitabæjum ef til þess kæmi vegna COVID-19 faraldursins sem nú geisar.
- BHS hefur nú þegar upplýsingar um nokkra aðila sem gætu hlaupið undir bagga ef til þess kemur að veikindi hamla því að bændur geti sinnt almennum gegningum.
- Auðvitað er alltaf best, sé þess nokkur kostur að nýta vini og nágranna sem kunnugir eru á bænum, en ef þess er ekki kostur, þá má hafa samband við BHS og mun sambandið finna einhvern sem getur hlaupið í skarðið.
- Þar sem tölvupóstlistinn hjá BHS er ekki alveg tæmandi, þætti BHS vænt um að þið mynduð gæta þess að þeir sem þið vitið um að fái þessar upplýsingar.
- Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Jónsdóttir amj@bondi.is