Umsóknir fyrir nýtt skólaár þurfa að hafa borist fyrir 1. maí ár hvert.

 Leikskólaganga hefst oftast á tímabilinu ágúst - september. Stundum verða breytingar á skólaárinu og eru dvalartímar þá endurskoðaðir, einkum um áramót, en mögulega á öðrum tímum. 

Leikskólastjóri tilkynnir foreldrum með tölvupósti hvenær barn getur byrjað, eigi síðar en fjórum vikum áður en leikskóladvöl hefst.

 

Þegar sótt er um skóladvöl fer barnið á biðlista sé hann fyrir hendi. 

Þar eru börnin skráð og raðast á listann eftir aldri. Eldri börn hafa forgang í leikskólapláss. Miðað er við að börn geti hafið leikskóladvöl við 12 mánaða aldur.

Sumarleyfi leikskólans stendur í fjórar vikur, hefst í byrjun júlí og leikskólinn opnar aftur á fimmtudegi eftir verslunarmannahelgi.

 Ef foreldrar kjósa að bjóða börnum sínum lengra sumarfrí, sex eða átta vikur, þarf ekki að greiða leikskólagjöld þann tíma. 

Aukafríið þarf að vera í samfellu við lokunina, sækja þarf um auka sumarfrí fyrir 1 maí.

 

Þau börn sem verða 6 ára á árinu hætta um sumarfrí.

 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?