05. febrúar 2022
Tilkynningar
Ágætu íbúar
Vildi vekja athygli á að aðgerðastjórn Almannvarna umdæmisins hefur verið virkjuð vegna fyrirhugaðs óveðurs aðfaranótt mánudags. Appelsínugul veðurviðvörun er fyrir allt landið og allar líkur eru á að hættustigi almannavarna verði lýst yfir á öllu landinu.
Aðgerðastjórn vinnur að því að virkja hina ýmsu viðbragðsaðila af þessu tilefni, t.d. björgunarsveitir. Þá vinnur LNV að tilkynningu til íbúa umdæmisins sem birt verður á samfélagsmiðlum þar sem fólk verður varað við.
Af þessu tilefni leggur aðgerðastjórn áherslu á eftirfarandi:
- Búast má við samgöngutruflunum og að vegir muni lokast og/eða verði lokað. Af því tilefni verður fólk varað við því að vera á ferðinni aðfaranótt mánudags og fram eftir mánudegi.
- Búast má við rafmagnstruflunum og þurfa íbúar að búa sig undir það.
- Íbúar eru beðnir um að ganga vel frá öllum lausum munum sem geta fokið.
- Bændur eru hvattir til þess að huga að skepnum sínum sem dvelja úti.
- Skólastjórnendur eru hvattir til þess að aflýsa skólahaldi á mánudag.
- Ábyrgðarmenn hafnarmannvirkja og eigendur báta eru beðnir um að gera allar mögulegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir tjón á bátum og mannvirkjum, t.d. með því að tryggja að bátar losni ekki frá landfestum.
Vildi upplýsa ykkur um þetta og hvetja ykkur jafnframt til þess að bregðast við þessu.
Hér er hægt að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands
Hér er hægt að fylgast með vegum og lokunum hjá Vegagerðinni.