Mynd: Feykir
Mynd: Feykir

Fulltrúar Arion banka kynntu hugmyndir um enn frekari skerðingu á bankaþjónustu á Blönduósi á sveitarstjórnarfundi sem fram fór í gær.  Sveitarstjórn Blönduósbæjar bókaði eftirfarandi eftir kynninguna: 

Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum um að loka alveg útibúi Arion banka á Blönduósi. Þjónusta bankans hefur verið skert verulega á undanförnum árum og var sú þróun hafin áður en heimsfaraldur Covid19 kom til. Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum yfir skertri fjármálaþjónustu við íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu og nágrenni, auk þeirra fjölmörgu sem hingað koma eða fara um.


Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, í samráði við byggðaráð að kanna og koma með tillögur um frekari viðbrögð við boðaðri lokun bankans, með tilliti til framtíðar bankaviðskipta sveitarfélagsins.

Getum við bætt efni þessarar síðu?