Sveitarstjórn Blönduósbæjar vinnur nú að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.

Menningar-, æskulýðs-, íþrótta- og félagasamtök á Blönduósi sem hyggjast sækja um styrki frá sveitarfélaginu vegna starfsemi sinnar fyrir árið 2022 er bent á að fylla út þar til gert eyðublað og senda ásamt fylgigögnum stílað á:

 

Blönduósbær

b.t. Skrifstofu- og fjármálastjóra

Hnjúkabyggð 33

540 Blönduósi

 

Einnig er hægt að senda umsóknina á netfangið blonduos@blonduos.is.

Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Blönduósbæjar undir ,,Eyðublöð/umsókn um styrk úr bæjarsjóði" eða HÉR

 

Umsóknarfrestur er til og með 4.október n.k.

 

Lögð er áhersla á að við móttöku styrkja sé gerður samningur við sveitarfélagið þar sem samstarf er nánar skilgreint. Styrkþegum sem þegið hafa styrki á þessu ári er bent á að skila þarf inn stuttri greinargerð um ráðstöfun styrkja. Nánari upplýsingar eru á umsóknareyðublaði.

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?