12. júní 2023
Fréttir
Þar sem fyrstu stefnumótunarfundirnir okkar voru haldnir þegar sauðburður stóð yfir auglýsum við nú tvo mismunandi fundi sem ætlaðir eru til að gefa þeim sem þá voru uppteknir tækifæri til að vera með.
Haldnir verða tveir fundir. Miðvikudaginn 14. júní í Húnaveri og fimmtdaginn 15. júní safnaðarheimilinu í Þingeyrakirkju.
Báðir fundir hefjast kl. 18:00 og eru til kl. 21:00.
Fundirnir hafa sömu dagskrá, en annars vegar ræðum við atvinnumál og hins vegar fjölskyldumál.
Vonumst til að sjá sem flesta!