Opinn íbúafundur um stefnumótun Húnabyggðar í fjölskyldumálum verður haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 25. maí frá klukkan 17:00-19:00.
Dagskrá fundarins:
Kl. 17:00 Ávarp sveitarstjóra
Kl. 17:10 Kynning á verklagi fundarins
Kl. 17:20 Hugarflug og umræða um leikskólamál
Kl. 17:40 Hugarflug og umræða um málefni grunnskólans
Kl. 18:00 Hugarflug og umræða um lýðheilsu, íþróttir og tómstundir
18:20 Hugarflug og umræða um félagsþjónustu og barnavernd
18:40 Hugarflug og umræða um málefni fatlaðra, aldraðra og öryrkja
19:00 Fundarlok
Fundarstjóri er Jón Hrói Finnsson
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á því að vera með að taka þátt og við fögnum öllum hugmyndum sem þið mögulega hafið.
Einnig er öllum heimilt að senda hugmyndir til okkar á hunabyggd@hunabyggd.is (merkt “Stefnumótun”).
Áfram Húnabyggð!