Opinn íbúafundur um stefnumótun nýs sveitarfélags verður haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 11. maí frá klukkan 18:00-20:00.

Við erum að fara af stað með heildstæða stefnumótun fyrir nýtt sveitarfélag og höfum ákveðið að gefa öllum íbúum tækifæri til að taka þátt og setja mark sitt á stefnumótunina og nýja framtíðarsýn Húnabyggðar.

Á næstu mánuðum eru framundan ýmiskonar fundir þar sem við tökum mismunandi málefni fyrir og við viljum byrja á atvinnumálum og því verða atvinnumál í forgrunni á fyrsta fundinum.

Við erum meðvituð um að nú stendur sauðburður yfir og að sauðfjárbændur eru uppteknir vegna hans. Engu að síður viljum við hefja þessa vegferð og munum sjá til þess að allir sem ekki komast núna fái önnur tækifæri til að vera með og koma sínum hugmyndum á framfæri.

Til að auka líkurnar á því að allir geti verið með verður fundurinn einnig á Teams fyrir þau sem vilja það frekar.

Stefnumótun er langhlaup, ekki síst ef horft er til innleiðingar en við sjáum fyrir okkur að næstu mánuðir fari í að safna saman upplýsingum frá íbúum, starfsmönnum og sveitarstjórnarfólki þannig að á haustmánuðum verði hægt að kynna fyrstu drög að nýrri stefnu sveitarfélagsins.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á því að vera með að taka þátt og við fögnum öllum hugmyndum sem þið mögulega hafið.

Áfram Húnabyggð!

 
 

Getum við bætt efni þessarar síðu?