Starfsmaður í fjármálateymi óskast á skrifstofu Húnabyggðar
Húnabyggð óskar eftir að ráða starfsmann í fjármálateymi skrifstofu sveitarfélagsins.
Um er að ræða 100% starf og er vinnutími frá 8:00–16:00.
Starfið felur í sér þverfaglega vinnu á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem launavinnsla sveitarfélagsins er í forgrunni ásamt almennri umbótavinnu í ferlum skrifstofunnar.
Helstu verkefni:
- Launavinnsla fyrir alla starfsmenn sveitarfélagsins, ásamt tengdum félögum.
- Utanumhald með fræðslu og starfsþróun starfsmanna sveitarfélagsins.
- Samskipti við kjarasvið Sambands íslenskra sveitafélaga.
- Undirbúning jafnlaunavottunar.
- Skipulag persónuverndarmála.
- Verkefni sem tengjast bókhalds- og rekstrarstjórnun.
- Umbætur í ferlum skrifstofunnar.
- Önnur almenn og sérhæfð skrifstofustörf á skrifstofu.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af störfum launafulltrúa æskileg og bókhaldsþekking kostur.
- Reynsla í mannauðsmálum æskileg.
- Jákvæðni, skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum.
- Þekking á skjalastýringarkerfum (ONE) eða sambærilegu æskileg.
- Þekking á tímaskráningarkerfinu Vinnustund kostur.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til þess að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Starfsmenn óskast í Þjónustumiðstöð Húnabyggðar
Húnabyggð óskar eftir að ráða tvo starfsmenn í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.
Um er að ræða 100% störf og er vinnutími frá 8:00–17:00.
Störfin fela í sér fjölbreytta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og ná yfir flest það sem Þjónustumiðstöðin starfar með t.d. vinna við veitustarfsemi, viðhaldsvinna á eignum og tækjum, vinna með græn svæði ásamt almennri umbótavinnu í ferlum og starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar.
Helstu verkefni:
- Uppbygging og viðhald grænna svæða innan þéttbýlisins.
- Ýmiskonar viðhaldsverkefni á eignum og tækjum.
- Landmælingar á beitarhólfum og lóðum sveitarfélagsins.
- Aðstoð við önnur svið innan sveitarfélagsins.
- Alhliða þjónusta við íbúa sveitarfélagsins.
- Umbætur í ferlum og starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar.
- Önnur almenn og sérhæfð störf í Þjónustumiðstöðinni.
Hæfniskröfur:
- Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af iðnstörfum t.d. í byggingariðnaði, vélaviðgerðum, járn- og stálsmíði, landbúnaði eða garðyrkju er æskileg.
- Góð tölvukunnátta er kostur.
- Jákvæðni, skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum.
Við leitum að hressu og skemmtilegu fólki sem er til í að taka að sér fjölbreytt og krefjandi verkefni í starfsemi sem er síkvik og margbreytileg.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til þess að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur fyrir öll störfin er til og með 20.mars 2023
Umsóknir sendist á petur@hunabyggd.is
Allar upplýsingar gefur sveitarstjóri á netfangið petur@hunabyggd.is og í síma 455-4700.