03. október 2023
Fréttir
Hægt verður að hitta starfsfólk Markaðsstofu Norðurlands um allt Norðurland í október, þar sem þau verða með viðveru á nokkrum stöðum næstu tvær vikurnar. Þau Rögnvaldur Már Helgason og Katrín Harðardóttir verða á ferðinni og bjóða fólki í ferðaþjónustu að koma til að spjalla um allt sem henni tengist, þeirra fyrirtækjum og störfum Markaðsstofunnar.
Rögnvaldur Már er verkefnastjóri útgáfu og almannatengsla og Katrín er verkefnastjóri ferðaskrifstofa og þróunar. Ekki er nauðsynlegt að bóka fundi sérstaklega, það er nóg að líta við. Þau verða bæði saman á ferðinni, en einnig í sitt hvoru lagi.
Viðverutímarnir og staðsetningar eru eftirfarandi:
Miðvikudagur 4. október
- Húsavík,Stéttin - frá 9-11.
- Raufarhöfn, skrifstofa SSNE - frá 14-16
Fimmtudagur 5. október
- Þórshöfn, Kistan - frá 8:30 - 10:30
- Reykjahlíð, skrifstofa Þingeyjarsveitar - frá 13 - 15.
Þriðjudagur 10. október
- Siglufjörður, skrifstofa SSNE - 12:30 - 14:30
Fimmtudagur 12. október
- Sauðárkrókur, staðsetning auglýst síðar - 9-12 (ATH: fjarfundur vegna Straumhvarfa verður kl. 10 sem öll eru hvött til að vera á.)
- Hvammstangi, staðsetning auglýst síðar - 14-16