09. september 2024
Fréttir
Tilkynning frá almannavörnum á Norðurlandi vestra!
Vakin er athygli á slæmri veðurspá fram á seinni hluta þriðjudags. Búið er að gefa út af Veðurstofu að frá og með seinnipartinn í dag, mánudag verði gefin út appelsínugul veðurviðvörun sem að nær fram á þriðjudag. Von er á mikilli úrkomu sem mun falla sem slydda og snjór á fjallvegum. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast mjög vel með færð og veðri á vefjum Veðurstofunnar og Vegagerðar.
Á fundi með Veðurstofunni kom fram að reikna mætti með að snjór muni falla í 200 metrum yfir sjávarmáli og mikil úrkoma yrði.
Bændur eru beðnir um að huga að bústofni sínum eins og hægt er.
.
Frétt tekin af facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.