Skipulagsauglýsing

Í samræmi við samþykkt  sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 24. september 2020, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, samhliða henni er auglýst breyting á deiliskipulaginu í Stekkjarvík.

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi breytingum á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030:

Breyting á Aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna legu Þverárfjallsvegar, nýrra efnistökusvæða og sorpförgunarsvæðis.

Breytingin er í fjórum liðum:

  1. Breyting er gerð á legu Þverárfjallsvegar nr. 73. norðaustur af Blönduósi, vegna breytinga sem urðu á legu vegarins í hönnunarferli með tilliti til votlendis. Breytingin nær yfir um 2 km vegkafla.
  2. Fjögur ný efnistökusvæði eru skilgreind þar af þrjú vegna vegagerðarinnar og eitt vegna efnisvinnslu á Sölvabakka.
  3. Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns í Stekkjarvík. Breyta þarf skilmálum sorpförgunarsvæðisins og einnig verður skoðað hvort talin sé þörf á að breyta skilmálum fyrir efnistökusvæði E4 m.t.t. samlegðaráhrifa vegna urðunar.
  4. Breyting á legu reiðleiðar innan þéttbýlisins á Blönduósi.

Aðalskipulagsbreyting greinargerð

Aðalskipulagsbreyting uppdráttur

 

Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi:

Breyting á deiliskipulagi-Stekkjarvík, Urðun og efnistaka.

Breytingarnar á deiliskipulaginu snúa að því að auka urðun á svæðinu sem og að bæta við brennsluofni og gassöfnunarblöðru sem þýðir stækkun svæðisins, breytta afmörkun og breytingar á texta í deiliskipulaginu.

 Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, frá og með 03.11.2020 til 17.12.2020 og er einnig til sýnis á heimasíðu Blönduósbæjar, www.blonduos.is.

Breyting á deiliskipulagi í Stekkjarvík uppdráttur

Breyting á deiliskipulagi í Stekkjarvík greinargerð

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 17.12.2020.

Skila skal athugasemdum skriflega á skrifstofu Blönduósbæjar, Hjúkabyggð 33, 540 Blönduósi eða með tölvupósti á netfangið blonduos@blonduos.is.

Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Virðingarfyllst,

Þorgils Magnússon

Skipulagsfulltrúi Blönduósbæjar

Getum við bætt efni þessarar síðu?