SJÓVÁ Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið laugardaginn 11.september kl. 11:00.

Lagt verður af stað frá íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.

Að hlaupi loknu verður hressing í boði Kjörbúðarinnar og Kristall frá Ölgerðinni.

Þennan dag verður frítt í sund fyrir alla þátttakendur í boði Blönduósbæjar.

Hvetjum alla til að mæta og njóta útiverunnar saman.

 

Fyrsta kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30.júní árið 1990 í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ. Upphaflega var markmið hlaupsins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og hvetja konur til þátttöku í starfi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum.

 

Í dag er áherslan ekki hvað síst á samstöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum.

 

Hlaupið er árviss viðburður hjá mörgum konum sem taka daginn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum sínum og margir karlmenn slást líka í hópinn.

Getum við bætt efni þessarar síðu?