02. febrúar 2021
Fréttir
Auðunn Sigurðsson, formaður Hvatar og Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri undirrita samning Hvatar og Blönduósbæjar
Gerðir hafa verið nýir samningar við íþróttafélögin í bænum. Samningarnir eru til tveggja ára 2021-2022. Formenn félaganna og sveitarstjóri hafa á undanförnum dögum verið að skrifa undir samningana. Nýju samningarnir eru við Ungmennafélagið Hvöt, Hestamannafélagið Neista, Júdófélagið Pardus, Skotfélagið Markviss og Golfklúbbinn Ós. Með þessum samningum þessum er ætlað að efla samstarf Blönduósbæjar og félaganna til að tryggja öflugt íþrótta- og tómstundarstarf í Blönduósbæ. Einnig voru gerðir nýir samningar við USAH, Björgunarfélagið Blöndu og Reiðhöllina Arnargerði.