Sam­komu­bann hef­ur verið sett á hér­lend­is vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Þetta kom fram á blaðamanna­fundi sem Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra efndi til í Ráðherra­bú­staðnum.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra greindi því á fund­in­um að sótt­varna­lækn­ir hefði sent heil­brigðisráðherra til­lögu um sam­komu­bann. Eng­in for­dæmi væru fyr­ir slíku í lýðveld­is­sögu Íslands.

„Okk­ar leiðarljós hef­ur hingað til verið að fylgja ráðum okk­ar besta heil­brigðis­starfs­fólks,“ sagði hún. 

Tak­marka skal sam­kom­ur í fjór­ar vik­ur frá miðnætti 15. mars, aðfaranótt mánu­dags. Um er að ræða sam­kom­ur þar sem fleiri en 100 manns koma sam­an, að sögn heil­brigðisráðherra.

 

Framhalds- og Háskólar landsins loka frá og með 15. mars. Leik- og grunnskólar verða opnir en foreldrara og forráðmenn beðnir að fylgjast með skilaboðum frá leikskóla- og skólastjóra.

Getum við bætt efni þessarar síðu?