Samkomubann hefur verið sett á hérlendis vegna kórónuveirunnar.
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra efndi til í Ráðherrabústaðnum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi því á fundinum að sóttvarnalæknir hefði sent heilbrigðisráðherra tillögu um samkomubann. Engin fordæmi væru fyrir slíku í lýðveldissögu Íslands.
„Okkar leiðarljós hefur hingað til verið að fylgja ráðum okkar besta heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði hún.
Takmarka skal samkomur í fjórar vikur frá miðnætti 15. mars, aðfaranótt mánudags. Um er að ræða samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman, að sögn heilbrigðisráðherra.
Framhalds- og Háskólar landsins loka frá og með 15. mars. Leik- og grunnskólar verða opnir en foreldrara og forráðmenn beðnir að fylgjast með skilaboðum frá leikskóla- og skólastjóra.